Fara í efni

Ályktun frá stjórnarfundi Landssambands smábátaeigenda

Málsnúmer 1603093

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 734. fundur - 17.03.2016

Lagt fram til kynningar bréf frá formanni Skalla, félagi smábátaeigenda, dagsett 11. mars 2016 þar sem hann kynnir ályktun stjórnar Landssambands smábátaeigenda frá fundi þann 4. mars 2016 þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir til þorskveiða um 30 þúsund tonn. Úthlutað verði til strandveiða 2.000 tonnum og 28 þúsund tonn fari til skipa sem nýtt hafa þorskveiðiheimildir sínar með veiðum undanfarin þrjú ár.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið stjórnar Landssambands smábátaeigenda. Engum byggðakvóta var úthluta til Sauðárkróks á fiskveiðitímabilinun 2015/2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 734. fundar byggðarráðs staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.