Gúmmíkurl á íþróttavöllum
Málsnúmer 1603133
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016
Afgreiðsla 734. fundar byggðarráðs staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 771. fundur - 12.01.2017
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt áætlun umhverfis- og auðlindaráðherra um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum fyrir hættuminni efni.
Í fjárhagsáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir að skipta út dekkjakurli á öllum fjórum gervigrasvöllum sveitarfélagsins.
Í fjárhagsáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir að skipta út dekkjakurli á öllum fjórum gervigrasvöllum sveitarfélagsins.
Ekki liggur fyrir hvaða gúmmíefni uppfylla það skilyrði að vera viðurkennd en ljóst má vera að slíkt er grundvallaforsenda fyrir því að hægt sé að fá niðurstöðu í málið til framtíðar litið að slík efni séu til staðar.
Byggðarráð mun fylgjast vel með framvindu þessa máls og telur eðlilegt að horft verði til niðurstöðu rannsókna Umhverfisstofnunar á því hvaða efni setja eigi í stað dekkjakurlsins en slík vinna er nú í gangi hjá stofnuninni. Er það von ráðsins að niðurstaða fáist í málið sem fyrst.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að skipt verði út gúmmíkurli úr dekkjum á íþróttavöllum sveitarfélagsins, þ.e.a.s. á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og í Varmahlíð ef niðurstöður Umhverfisstofnunar leiða í ljós skaðsemi kurlsins.