Fara í efni

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2016

Málsnúmer 1604087

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 22.04.2016

Ásta Pálmadóttir kom til fundar nefndarinnar kl. 08:10.
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2016 verða í fyrsta sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Stefáni Pedersen verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.

Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 32.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.