Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Kvikmyndagerð - styrkbeiðni
Málsnúmer 1603189Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna gerðar stuttmyndar sem er lokaverkefni nemanda við Kvikmyndaskóla Íslands. Nefndin getur því miður ekki orðið við erindinu en bendir á hina ýmsu menningarsjóði sem veita styrki til verkefna sem þessara.
Ásta Pálmadóttir kom til fundar nefndarinnar kl. 08:10.
2.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2016
Málsnúmer 1604087Vakta málsnúmer
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2016 verða í fyrsta sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Stefáni Pedersen verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.
Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Stefáni Pedersen verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.
Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
3.Rekstur félagsheimilisins Ljósheima
Málsnúmer 1604086Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Kvenfélaginu Framför í Skarðshreppi þar sem félagið lýsir yfir áhuga sínum á að taka við rekstri Félagsheimilisins Ljósheima en félagið er meðeigandi að húsinu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fá stjórn kvenfélagsins á næsta fund nefndarinnar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fá stjórn kvenfélagsins á næsta fund nefndarinnar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Margeir Friðriksson kom á fund nefndarinnar kl. 08:40.
4.Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Málsnúmer 1603183Vakta málsnúmer
Fjallað um tilboð í uppfærslu á stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við Thorp ehf. um vinnuna, í samstarfi við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði sem mun leggja framlag til verksins.
5.Arctic Circle Route
Málsnúmer 1601156Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir vilja sínum til að taka þátt í verkefninu Arctic Circle Route sem byggir á að búa til heilsárssegul utan höfuðborgarsvæðisins, einskonar ferðamannaveg/Tourist route um norðurhluta landsins. Mun hann liggja um fyrirfram ákveðna staði á Norðurlandi og byggir á því sem þegar er til staðar auk þess að hvetja til frekari þróunar á þeirri leið. Verkefnið hefur þegar hlotið styrki til þróunar þess úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að veita viðauka að upphæð kr. 2.000.000,- til málaflokks 13 til að Sveitarfélagið Skagafjörður geti tekið þátt í verkefninu Arctic Circle Route, í samvinnu við önnur sveitarfélög og ferðaþjónustusamtök á Norðurlandi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að veita viðauka að upphæð kr. 2.000.000,- til málaflokks 13 til að Sveitarfélagið Skagafjörður geti tekið þátt í verkefninu Arctic Circle Route, í samvinnu við önnur sveitarfélög og ferðaþjónustusamtök á Norðurlandi.
6.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Skagafjarðar
Málsnúmer 1603182Vakta málsnúmer
Kynnt niðurstaða umsókna í verkefnið Ísland ljóstengt 2016. Niðurstaðan hvað Sveitarfélagið Skagafjörð varðar er að styrkur fékkst fyrir 45 tengingum að upphæð kr. 20.685.000,-
Fundi slitið - kl. 09:15.