Fara í efni

Umferðarmál í Túnahverfi

Málsnúmer 1604229

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 739. fundur - 04.05.2016

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2016 frá Indriða Ragnari Grétarssyni, kt. 251176-5589 þar sem hann vill vekja athygli á miklum umferðarhraða í Túnahverfinu á Sauðárkróki og sér í lagi í og við Laugatún. Óskar hann eftir fjölgun hraðahindrana í hverfinu.
Byggðarráð þakkar Indriða erindið og tekur undir mikilvægi þess að hraðatakmarkanir séu virtar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vekja athygli á með auglýsingu að nú sé kominn sá árstími að börn eru meira úti í umferðinni og að ökumenn virði umferðarreglur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 739. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.