Fara í efni

Erindi til sveitarfélaga - uppbygging ferðamannastaða

Málsnúmer 1605072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 740. fundur - 12.05.2016

Lagt fram bréf dagsett 2. maí 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vinnu við landsáætlun um upbyggingu innviða - greiningu á uppbyggingarþörf. Samkvæmt nýsettum lögum verða unnar þrjár áætlanir um uppbygging ferðamannastaða. Sambandið hefur ráðið sérfræðing til starfa til að sinna verkefninu af þess hálfu. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir þessa áætlanagerð.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sem tengilið sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.