Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

342. fundur 25. maí 2016 kl. 16:15 - 17:20 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Hrund Pétursdóttir 4. varam.
  • Gísli Sigurðsson 1. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Gísli Sigurðsson situr fund í stað Gunnsteins Björnssonar.
Hrund Pétursdóttir situr fund í stað Þórdísar Friðbjörnsdóttur.

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Verklegar framkvæmdir 2016

Málsnúmer 1605082Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

1.2.Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 1601185Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

1.3.Umsagnarbeiðni - umsókn Iceland Resources ehf um leyfi til leitar og rannsókna málma

Málsnúmer 1605134Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.Umhverfis- og samgöngunefnd - 119

Málsnúmer 1605008FVakta málsnúmer

Fundargerð 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 342. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Fundagerðir 2016 - Hafnasamband Ísl.

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.2.Fundagerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Nl.v

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.3.Sauðárkrókur 218097 - Siglingaklúbburinn Drangey - Umsókn um setlaug

Málsnúmer 1603203Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.4.Samband íslenskra sveitarfélaga - lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál

Málsnúmer 1604152Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.5.Umsagnarbeiðni, þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018

Málsnúmer 1604172Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.6.Gangbrautarljós við Árskóla

Málsnúmer 1603033Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.7.Rotaryklúbbur Sauðárkróks - verkefnið Litli-Skógur

Málsnúmer 1502210Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

2.8.Neðri-Ás 2, land 5 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1605128Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

3.Veitunefnd - 25

Málsnúmer 1605012FVakta málsnúmer

Fundargerð 25. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 342. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

3.2.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

3.3.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

3.4.Nýr vatnstankur á Gránumóum

Málsnúmer 1602182Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

3.5.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll

Málsnúmer 1604120Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

4.Umsókn um langtímalán

Málsnúmer 1604139Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 245.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Er lánið tekið til framkvæmda við sundlaug, skóla, veitur og höfn sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu B. Pálmadóttur kt.040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Ofangreindur lánasamningur borin undir atkvæði og samþykktur með níu atkvæðum.

5.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 1605001Vakta málsnúmer

Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikninginn.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2015 er hér lagður fram til síðari umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.316 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 3.652 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.952 millj. króna, þar af A-hluti 3.540 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 364 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 113 millj. króna. Afskriftir eru samtals 178 millj. króna, þar af 101 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 251 millj. króna, þ.a. eru 188 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhalli A og B hluta á árinu 2015 er 97 millj. króna og rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 176 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 7.708 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 5.812 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2015 samtals 6.056 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.772 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.711millj. króna hjá A og B hluta auk 368 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.653 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 21%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.057 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 107 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 275 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 87 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 264 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2015, 351 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 366 millj. króna. Afborganir langtímalána námu 358 millj. króna, handbært fé lækkaði um 5 millj. króna á árinu og nam það 7 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 334 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2015, 140% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum og skuldbindingum sem heimilað er.
Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Skagafjarðarlistans.

”Niðurstaða ársreikninga fyrir rekstrarárið 2015 hjá sveitarfélaginu veldur nokkrum áhyggjum. Tap er á rekstri A hlutans um 176 milljónir og ef horft er samanlagt á rekstur A og B hluta er tapið um 97 milljónir. Veltufé frá rekstri ,sem segir til hversu miklu fjármagni reksturinn skilar til fjárfestinga og greiðslu skulda, hefur dregist verulega saman. Ljóst er samkvæmt ársreikningi að veltuféð dugar ekki til að kosta fjárfestingar og borga niður lán. Að hluta til er þetta vegna þess að íbúum hefur fækkað og útsvarstekjur sveitarfélagsins hafa dregist saman. Þetta er áhyggjuefni og það er því ljóst að stíga verður varlega til jarðar í fjárfestingum sveitarfélagsins. Vegna skuldastöðu sveitarfélagsins er mikilvægt er að reksturinn verði með þeim hætti að hann skapi svigrúm til þess að greiða niður skuldir næstu árin“.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti Skagafjarðarlistans.

Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Ýmis teikn eru á lofti um að rekstur sveitarfélagsins sé að snúast til verri vegar. Yfirkeyrsla er á mikilvægum rekstrarliðum miðað við fjárhagsáætlanir og rekstrarniðurstaða A hluta neikvæð um 176 milljónir króna fyrir árið 2015, ásamt hækkandi skuldahlutfalli og fleira mætti til telja.
Sveitarstjóri, fjármálastjóri og starfsfólk sveitarfélagsins hafa náð góðum árangi í utanumhaldi á margvíslegum rekstrar, og kostnaðarliðum og rekstri sveitarfélagsins og ber að þakka þeim vel unnið starf. Ljóst er hinsvegar að sveitarstjórn og nefndir þurfa að setjast yfir málin að nýju líkt og gert var árið 2012, en góður árangur náðist þá í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem við búum í mörgu að í dag, en sá viðsnúningur sem náðist í kjölfar þeirra aðgerða náðist án þess að segja upp starfsfólki, skerða þjónustu eða hækka verulega þjónustugjöld.
Sveitarstjórn getur hér ekki sýnt nein lausatök og þarf að sameinast um að koma rekstrinum í rétt horf og vinna áfram í því að styrkja byggðina og innviði sveitarfélagsins, samhliða því að auka tekjur.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun, fyrir hönd meirihlutans.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2015 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Ekki er því að leyna að rekstrarniðurstaða ársreiknings Sveitarfélagsins fyrir árið 2015 er önnur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og munar þar töluverðu. Helstu þættir sem skapa þennan mismun eru hækkun á lífeyrisskuldbindingu þar sem áætlun ársins gerði ráð fyrir 50 milljónum en niðurstaðan varð 136 milljónir sem er mismunur um 86 milljónir; kostnaður vegna málefna fatlaðs fólks þar sem kostnaður varð um 40 milljónir umfram áætlun ársins; leiðréttur tekjuskattur á hitaveitu aftur í tímann upp á um 30 milljónir; og launahækkanir sem urðu um 134 milljónir króna umfram áætlun og hefur launaliður hækkað um 296 milljónir króna á milli áranna 2014 og 2015.
Því verður jafnframt að halda til haga að tekjur jukust á síðasta ári um 382 milljónir sem er 252 milljónir króna umfram áætlun ársins sem er jákvætt en dugði þó ekki til að vega upp á móti þeim miklu hækkunum sem m.a. eru upptaldar hér að ofan.
Almennt er rekstur sveitarsjóðs í góðu jafnvægi og í raun betri en á síðasta ári sem er jákvætt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri. Skuldahlutfall Sveitarfélagsins Skagafjarðar er langt undir þeim mörkum sem gert er ráð fyrir í lögum, eða um140% en heimilt er að skulda 150% af árlegum tekjum sveitarfélaga. Séu notaðar heimildir í reglugerð til að draga frá hluta lífeyrisskuldbindingar fer skuldahlutfallið í 130% og að viðbættum heimilum frádrætti vegna veitna fer skuldahlutfallið í 122%. Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis. Jafnframt þessu voru afborganir langtímalána umfram nýjar lántökur.
Hvað varðar rekstur einstakra málaflokka hjá sveitarfélaginu þá var rekstur þeirra heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Fjárfest var á árinu fyrir um 350 milljónir króna. Stærstu einstöku framkvæmdir sveitarfélagsins voru hitaveituframkvæmdir í Fljótum, endurbætur á Safnahúsinu á Sauðárkróki, flutningur Iðju- hæfingar á Sauðárkróki í nýtt og endurbætt húsnæði við Sæmundarhlíð, auk opnunar nýrrar leikskóladeildar í Varmahlíð.
Ljóst má vera að miðað við þessa útkomu ársins er þörf á aðgerðum til að ná niður kostnaði sveitarfélagsins og auka tekjur og verður það verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins á næstu misserum. Óskað er eftir breiðri samstöðu allra framboða í sveitarstjórn og starfsmanna sveitarfélagsins við það verkefni enda ekki um einkaverkefni eins flokks eða flokka að ræða heldur samstarfsverkefni okkar allra.

Forseti bar ársreikning sveitarfélagsins undir atkvæði og var hann samþykktur með níu atkvæðum.

6.Farskóli - aðalfundur 2016

Málsnúmer 1605116Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra frá 11. maí 2016 lögð fram til kynningar á 342. fundi sveitarstórnar 25. maí 2016

6.1.Vinabæjarmót í Skagafirði 2016

Málsnúmer 1510153Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.2.Beiðni um fund frá Sólon myndlistarfélagi

Málsnúmer 1604231Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.3.Erindi til sveitarfélaga - uppbygging ferðamannastaða

Málsnúmer 1605072Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.4.Kauptilboð - Grenihlíð 32 e.h.

Málsnúmer 1604162Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.5.Kvistahlíð 17 213-1950, kauptilboð

Málsnúmer 1605058Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.6.Kauptilboð Kvistahlíð 17 213-1950

Málsnúmer 1605115Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.7.Norðurá bs. - aðalfundarboð

Málsnúmer 1605083Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.8.Sauðármýri 3, 2. hæð, 227-2385, búseturéttur

Málsnúmer 1605084Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.9.Staðsetning hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði

Málsnúmer 1604067Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.10.Varmahlíð 146116(214-0818)-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605059Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

6.11.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 1604109Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson lagði til að sveitarstjórnin geri bókun byggðarráðs að sinni, og er hún svohljóðandi:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst eindregið gegn framkomnum hugmyndum um útvíkkun heilbrigiseftirlitssvæða á landsbyggðinni. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst vel á svæðinu og góð sátt og samvinna meðal sveitarfélaganna um verkefnið. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst alfarið gegn breytingunum og treystir á að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gæti hagsmuna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í þessum efnum.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

7.Byggðarráð Skagafjarðar - 740

Málsnúmer 1605009FVakta málsnúmer

Fundargerð 740. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 342. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

7.1.Náttúrustofa Norðurlands vestra - ársreikningur 2015

Málsnúmer 1605030Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

7.2.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur 2015

Málsnúmer 1605068Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

8.Byggðarráð Skagafjarðar - 741

Málsnúmer 1605013FVakta málsnúmer

Fundargerð 741. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 342. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

8.1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1605143Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

8.2.Kauptilboð Kvistahlíð 17

Málsnúmer 1605115Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

8.3.Kárastígur 9 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605138Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

8.4.Uppmæling á landamerkjum Þverárdals (lnr. 145397) í Húnavatnshreppi

Málsnúmer 1605109Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

8.5.Umsókn um langtímalán

Málsnúmer 1604139Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 5 "Umsókn um langtímalán" Samþykkt samhljóða.

8.6.Ályktun vegna skattheimtu á fráveituframkvæmdir

Málsnúmer 1605144Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson gerði það að tillögu sinni, að bókun Bjarna Jónssonar, sem samþykkt var á fundi byggðarráðs, verði einnig gerð að bókun sveitarstjórnar, með samþykki Bjarna.

"Í ljósi umræðu að undanförnu um fráveitumál sveitarfélaga og nauðsyn þess að vernda lífríki og ráðast í úrbætur þar sem þess er þörf, vill byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skora á stjórnvöld að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert var á árunum 1995-2008. Slík aðgerð myndi greiða verulega fyrir nauðsynlegum fráveituframkvæmdum sveitarfélaga sem eru verulega kostnaðarsamar. Byggðarráð tekur undir með þeim sveitarfélögum sem bent hafa á að ekki sé eðlilegt að kostnaður við fráveituframkvæmdir skapi tekjustofn fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Ekki er ásættanlegt að ríkið geri sér umbætur sveitarfélaga í umhverfismálum að féþúfu og komi jafnvel í veg fyrir þær með slíkri gjaldheimtu."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæði.

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:20.