Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Beiðni um fund frá Sólon myndlistarfélagi
Málsnúmer 1604231Vakta málsnúmer
Erindið áður tekið fyrir á 739. fundi byggðarráðs þann 4. maí 2016. Sólon myndlistarfélag óskar eftir að ræða húsnæðismál félagsins. Á fundinn komu Erla Einarsdóttir, Þorgerður Á. Jóhannsdóttir og Kristín Björg Ragnarsdóttir fulltrúar félagsins til viðræðu og véku síðan af fundi.
Byggðarráð áréttar að leigusamningur um Gúttó milli Sólon myndlistarfélags og sveitarfélagsins er enn í gildi og ekki áform um breytingar á honum.
Byggðarráð áréttar að leigusamningur um Gúttó milli Sólon myndlistarfélags og sveitarfélagsins er enn í gildi og ekki áform um breytingar á honum.
2.Erindi til sveitarfélaga - uppbygging ferðamannastaða
Málsnúmer 1605072Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 2. maí 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vinnu við landsáætlun um upbyggingu innviða - greiningu á uppbyggingarþörf. Samkvæmt nýsettum lögum verða unnar þrjár áætlanir um uppbygging ferðamannastaða. Sambandið hefur ráðið sérfræðing til starfa til að sinna verkefninu af þess hálfu. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir þessa áætlanagerð.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sem tengilið sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sem tengilið sveitarfélagsins.
3.Kauptilboð - Grenihlíð 32 e.h.
Málsnúmer 1604162Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð frá Sigrúnu Guðmundsdóttur, kt. 161247-7319 í fasteignina Grenihlíð 32 e.h., fastanúmer 213-2403.
Byggðarráð samþykkir tilboð Sigrúnar.
Byggðarráð samþykkir tilboð Sigrúnar.
4.Kvistahlíð 17 213-1950, kauptilboð
Málsnúmer 1605058Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð frá Bjarna Helga Ragnarssyni, kt. 210884-3359 í fasteignina Kvistahlíð 17, fastanúmer 213-1950.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
5.Kauptilboð Kvistahlíð 17 213-1950
Málsnúmer 1605115Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð frá Óskari Harðarsyni, kt. 300988-3349 í fasteignina Kvistahlíð 17, fastanúmer 213-1950.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
6.Norðurá bs. - aðalfundarboð
Málsnúmer 1605083Vakta málsnúmer
Lagt fram boð um aðalfund Norðurár bs. sem verður haldinn í Miðgarði - menningarhúsi, Varmahlíð þann 18. maí 2016, kl. 15:00.
Byggðarráð samþykkir að Sigríður Magnúsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Sigríður Magnúsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
7.Sauðármýri 3, 2. hæð, 227-2385, búseturéttur
Málsnúmer 1605084Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að sækja um auglýstan búseturétt í fjölbýlishúsinu Sauðármýri 3, íbúð 201 á 2. hæð.
8.Staðsetning hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði
Málsnúmer 1604067Vakta málsnúmer
Erindið áður á 736. fundi byggðarráðs, þann 14. apríl 2016. Erindið varðar skyndihjálp og skyndihjálparliða og var sent til umsagnar slökkviliðsstjóra. Umsögn hans liggur fyrir fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa RKÍ í Skagafirði á næsta fund til viðræðu um málið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa RKÍ í Skagafirði á næsta fund til viðræðu um málið.
9.Varmahlíð 146116(214-0818)-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1605059Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, dagsettur 6. maí 2016, þar sem óskar er umsagnar um umsókn Róberts Óttarssonar f.h. Sauðárkróksbakarí ehf., kt. 560269-7309 um leyfi til að reka kaffihús í flokki I í húsnæði Arion banka í Varmahlíð, fastanúmer 214-0818.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
10.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits
Málsnúmer 1604109Vakta málsnúmer
Erindið áður tekið fyrir á 737. fundi byggðarráðs þann 20. apríl 2016. Varðar það hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, sbr. bókun 836. fundar stjórnar sambandsins frá 26. febrúar s.l.
Sigríður Magnúsdóttir formaður stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kom á fundinn til viðræðu undir þessum dagskrárlið. Vék hún síðan af fundi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst eindregið gegn framkomnum hugmyndum um útvíkkun heilbrigiseftirlitssvæða á landsbyggðinni. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst vel á svæðinu og góð sátt og samvinna meðal sveitarfélaganna um verkefnið. Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingunum og treystir á að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gæti hagsmuna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í þessum efnum.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins.
Sigríður Magnúsdóttir formaður stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kom á fundinn til viðræðu undir þessum dagskrárlið. Vék hún síðan af fundi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst eindregið gegn framkomnum hugmyndum um útvíkkun heilbrigiseftirlitssvæða á landsbyggðinni. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst vel á svæðinu og góð sátt og samvinna meðal sveitarfélaganna um verkefnið. Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingunum og treystir á að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gæti hagsmuna sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra í þessum efnum.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins.
11.Vinabæjarmót í Skagafirði 2016
Málsnúmer 1510153Vakta málsnúmer
Dagskrá og þátttakendalisti vinabæjarmóts 2016 í Skagafirði þann 30. maí - 1. júní n.k. kynnt.
12.Náttúrustofa Norðurlands vestra - ársreikningur 2015
Málsnúmer 1605030Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur 2015 fyrir Náttúrustofu Norðurlands vestra.
13.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur 2015
Málsnúmer 1605068Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur 2015 fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 10:49.
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál númer 1605115 á dagskrá með afbrigðum.