Kennslukvóti grunnskólanna 2016-2017
Málsnúmer 1605079
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 112. fundur - 06.06.2016
Lögð fram tillaga að úthlutun kennslumagns til grunnskólanna fyrir skólaárið 2016-2017. Gerður er fyrirvari varðandi fjölda kennslustunda á Hólum í ljósi óvissu um nemendafjölda. Nefndin samþykkir tillöguna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016
Afgreiðsla 112. fundar fræðslunefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. Júní 2016 með níu atkvæðum.