Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Fulltrúi leikskólanna yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu liða 1-2.
1.Skóladagatöl leikskóla 2016-2017
Málsnúmer 1605212Vakta málsnúmer
Skóladagatöl leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2016-2017 lögð fram. Nefndin samþykkir þau eins og þau liggja fyrir, enda hafa þau farið til lögbundinnar umsagnar í foreldraráðum skólanna.
2.SÍS - um jafnt búsetuform barna
Málsnúmer 1605085Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla um jafnt búsetuform barna.
3.Ábending til skólanefnda um kostnað námsgagna
Málsnúmer 1605102Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ábending um kostnað námsgagna. Fræðslunefnd beinir því til skóla í Skagafirði að reyna eins og hægt er að draga úr þeim kostnaði og leita hagkvæmra leiða til að koma til móts við foreldra grunnskólabarna.
4.Heilsa og lífskjör skólabarna á Norðurlandi vestra
Málsnúmer 1605206Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla um heilsu og lífskjör skólabarna á Norðurlandi vestra, sem unnin var af dr. Ársæli Arnarsyni, Rannsóknarsetri forvarna við Háskólann á Akureyri.
5.Skóladagatöl grunnskóla 2016-2017
Málsnúmer 1605050Vakta málsnúmer
Skóladagatöl grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2016-2017 lögð fram. Nefndin samþykkir þau eins og þau liggja fyrir, enda hafa þau farið til lögbundinnar umsagnar í skólaráðum skólanna.
6.Kennslukvóti grunnskólanna 2016-2017
Málsnúmer 1605079Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að úthlutun kennslumagns til grunnskólanna fyrir skólaárið 2016-2017. Gerður er fyrirvari varðandi fjölda kennslustunda á Hólum í ljósi óvissu um nemendafjölda. Nefndin samþykkir tillöguna.
Fundi slitið - kl. 14:30.