Hvíteyrar 146178 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1605089
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 287. fundur - 27.05.2016
Rósa Björnsdóttir kt. 300841-3689 þinglýstur eigandi jarðarinnar Hvíteyra, landnr. 146178, sækir um leyfi til þess að skipta úr landi jarðarinnar lóð fyrir Mælifellsrétt. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni kt. 160385-3169. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 56196, dags. 22. apríl 2016. Fram kemur í erindinu að lögbýlaréttur ásamt öllum hlunnindum mun áfram fylgja landnúmerinu 146178. Heiti spildunnar á uppdrætti er Hvíteyrar Mælifellsrétt. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016
Afgreiðsla 287. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. júní 2016 með níu atkvæðum.