Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - deiliskipulag 2016
Málsnúmer 1605181Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1 hefur legið frami til kynningar frá 24. apríl til 17 maí 2016. Skipulagsstofnun hefur með bréfi dagsettu 6. maí sl. svarað erindi sveitarfélagsins Skagafjarðar dagsettu 22. apríl sl. þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar varðandi skipulagslýsinguna. Í svari Skipulagsstofnunar kemur fram að ekki er gerð athugasemd við framlagða lýsingu. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatímanum.
2.Skagfirðingabraut 51-Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1605124Vakta málsnúmer
Þórólfur Gíslason, fh Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, sæki um byggingarleyfi vegna stækkunar á bílahúsi Mjólkursamlagsins á lóð nr. 51 við Skagfirðingabraut.
Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Númer uppdrátta eru A-100, A-101 og A-102 í verki 5317, dags. 11. maí 2016.
Afgreiðslu erindisins frestað þar til staðfest deiliskipulag liggur fyrir.
Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Númer uppdrátta eru A-100, A-101 og A-102 í verki 5317, dags. 11. maí 2016.
Afgreiðslu erindisins frestað þar til staðfest deiliskipulag liggur fyrir.
3.Hofsstaðasel land 179937 - Umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 1605090Vakta málsnúmer
Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækir fh. hönd Selsbusta ehf. um að fá samþykkta breytta notkun og skráningu gamla bæjarins í Hofsstaðaseli sem er á á lóðinni Hofsstaðasel land, landnr. 179937. Í dag er húsið skráð gistiheimili. Sótt er um að húsið verði skráð íbúðarhúsnæði. Erindið samþykkt.
4.Sjónarhóll 202324 - Umsókn um stöðuleyfi.
Málsnúmer 1605165Vakta málsnúmer
Hrefna Breiðfjörð Bæringsdóttir kt. 190768-4499 og Kristján Geir Jóhannesson kt. 220973-3259, eigendur jarðarinnar Sjónarhóls, landnr. 202324, sækja um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á jörðinni. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið stöðuleyfi. Stöðuleyfi veitt til eins árs eða til 15. júní 2017.
5.Hvíteyrar 146178 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1605089Vakta málsnúmer
Rósa Björnsdóttir kt. 300841-3689 þinglýstur eigandi jarðarinnar Hvíteyra, landnr. 146178, sækir um leyfi til þess að skipta úr landi jarðarinnar lóð fyrir Mælifellsrétt. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni kt. 160385-3169. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 56196, dags. 22. apríl 2016. Fram kemur í erindinu að lögbýlaréttur ásamt öllum hlunnindum mun áfram fylgja landnúmerinu 146178. Heiti spildunnar á uppdrætti er Hvíteyrar Mælifellsrétt. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
6.Hegranesvegur - Endurbætur - Efnistaka, Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1605066Vakta málsnúmer
Vegagerðin sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á 5,08 km kafla á Hegranesvegi og til efnistöku úr fjórum námum vegna verksins. Námurnar eru Hegranesnáma 2 (19504), Garðsnámu (18199) náma í landi Vatnsleysu (18156) og úr áreyrum Gljúfurár í landi Vatnsleysu. Jafnframt óskar Vegagerðin eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur yfirfarið umsóknargögnin og skoðað námurnar og framkvæmdasvæðið. Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að starfsemin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála niðurstöðu skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
7.Tindastólsvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi og efnistöku.
Málsnúmer 1605200Vakta málsnúmer
Vegagerðin sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á 4 km kafla á Tindastólsvegi og til efnistöku einni námu, Heiði (19505). Jafnframt óskar Vegagerðin eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur yfirfarið umsóknargögnin og skoðað námuna og framkvæmdasvæðið. Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að starfsemin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála niðurstöðu skipulags - og byggingarfulltrúa og leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
8.Uppmæling á landamerkjum Þverárdals (lnr. 145397) í Húnavatnshreppi
Málsnúmer 1605109Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Ríkiseignum, dagsett 4. maí 2016 varðandi fyrirhugaða uppmælingu á landamerkjum Þverárdals, landnúmer 145397, í Húnavatnshreppi. Óskað er eftir viðbrögðum nágranna um landamerki. Farið er fram á að athugasemdir, ábendingar eða samþykki þurfi að koma fram fyrir 15. júní 2016. Á fundi Byggðarráðs 19. maí sl var erindið sent Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu. Landamerkjalína á uppdrætti sem fylgir erindinu er afar ónákvæm að landamerkjum við Staðarafrétt og vekur upp spurningar um landamerki annara aðliggjandi jarða. Óskað er eftir nánari upplýsingum um hvernig fyrirhugað er að standa að þessum mælingum.
9.Helluland 146382 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1605202Vakta málsnúmer
Yvonne Ingrid Liljenroos kt. 220262-2839 og Jan Magnus Liljenroos sækja fh. Hvíta villan ehf., kt. 580314-0660 sækja um heimild til að skipta spildu úr landi jarðarinnar Helluland, landnúmer 146382. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits - og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7562-02, dags. 12. maí 2016. Heiti spildunnar á uppdrættinum er Helluland, land J. Stærð útskipta landsins er 45.644 m2. Einnig óska umsækjendur eftir því að útskipta landið verði leyst úr landbúnaðarnotum. Fram kemur í erindinu að lögbýlaréttur ásamt öllum hlunnindum mun áfram fylgja landnúmerinu 146382. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 27
Málsnúmer 1605010FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 27. fundur, haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 lagður fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:40.