Fara í efni

Beiðni um viðræður um húsnæði Tónlistarskólans

Málsnúmer 1605178

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 744. fundur - 09.06.2016

Lagt fram bréf dagsett 19. maí 2016 frá Kiwanisklúbbnum Drangey, Lionsklúbbi Sauðárkróks og Rótarýklúbbi Sauðárkróks þar sem forsvarsmenn klúbbanna óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup eða leigu á húsnæði tónlistarskólans að Borgarflöt 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð þakkar erindið og áréttar að ekki er búið að taka ákvörðun um flutning tónlistarskólans. Í samræmi við bókun fræðslunefndar frá 16. mars 2016 er unnið að greinargerð um möguleika á því að færa tónlistarnám á Sauðárkróki að hluta eða öllu leyti inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, líkt og gert er í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna. Verði af flutningi tónlistarskólans verður fasteignin auglýst til sölu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 744. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.