Fara í efni

Kerfisáætlun 2016-2025 - matslýsing

Málsnúmer 1605196

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 744. fundur - 09.06.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti hf. dagsettur 24. maí 2016 varðandi matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2016-2025. Í kerfisáætlun Landsnets er að finna yfirlit yfir áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á flutningskerfinu. Samhliða kerfisáætlun mun Landsnet vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, til að stuðla að bættri áætlanagerð og taka á kerfisbundinn hátt mið af umhverfissjónarmiðum við mótun áætlunarinnar. Matslýsing kerfisáætlunar er aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 15. júní 2016.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við matslýsinguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 744. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.