Samningur um umsjón með Víðimýrarkirkju
Málsnúmer 1605233
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 33. fundur - 10.06.2016
Tekinn fyrir samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um umsjón með Víðimýrarkirkju í Skagafirði. Jafnframt undirsamningur á milli Byggðasafns Skagfirðinga og staðarvarðar um staðar- og húsvörslu á Víðimýri. Báðir samningar gilda til 31. mars 2017. Nefndin samþykkir báða samninga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Afgreiðsla 33. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.