Lambanes-Reykir lóð 146846- Umsókn um skiptingu lóðar staðfestingu á afmörkun lóða.
Málsnúmer 1606047
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.
1. Sótt er um að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, og afmörkun á lóðunum verði staðfest skv. framlögðum uppdrætti.
2. Sótt er um að landnúmerið 146846 tilheyri lóð sem á stendur húsgrunnur með fastanúmer 214-4121, merkt íbúðarhús A á uppdrætti. Stærð lóðarinnar verður 1.031 m2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
3. Sótt er um að íbúðarhús með fastanúmer 214-4120, merkt íbúðarhús B á uppdrætti, verði skráð á lóð sem verið er að stofna út úr lóðinni Lambanes-Reykir lóð, landnr. 146846. Stærð lóðarinnar verður 1.012 m2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 7701, dags. 13. maí 2016. Einnig ritar undir umsóknina eigandi fasteigna með fastanúmer 2014-4120 og 214-4121 sem í dag eru skráðar á lóðina Lambanes-Reykir lóð, landnr. 146846.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.