Sauðárkrókur - Deiliskipulag Flæðar og íþróttasvæði
Málsnúmer 1606190
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 289. fundur - 23.06.2016
Fyrir fundinum liggur Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Flæða og íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki, lögð fram til umræðu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að Skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 40. grein Skipulagslaga og í samræmi við ákvæði greinar 5.2.4 í Skipulagsreglugerð. Skipulagslýsingin er unnin hjá Úti og Inni sf. arkitektum af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt, dagsett 26.05.2016.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 13. Sauðárkrókur - Deiliskipulag Flæðar og íþróttasvæði. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Lögð er fram til samþykktar skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Flæðar og íþróttasvæði við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Skipulagslýsingin er unnin hjá Úti og Inni sf. arkitektum af Baldri Ó. Svavarssyni, dagsett 26.maí 2016.
Tillaga frá skipulags- og byggingarnefnd um að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa og kynna skipulagslýsinguna samkvæmt 40. grein skipulagslaga og í samræmi við ákvæði greinar 5.2.4. í skipulagsreglugerð borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Bjarni Jónsson tók til máls og óskar bókað:
Framundan er deiliskipulagsferli á svæði sem tekur yfir okkar glæsilega íþróttasvæði, Sundlaug Sauðárkróks og Flæðarnar í hjarta bæjarins. Í skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að hótel rísi á Flæðunum. Er hér gerður fyrirvari við þá staðsetningu. Bygging nýs hótels á Sauðárkróki yrði burtséð frá staðsetningu, hins vegar mikil lyftistöng fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Framundan er deiliskipulagsferli á þeim reit sem sótt er um undir hótelið. Þar gefst íbúum tækifæri til að koma að athugasemdum og tillögum áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar um mögulegar útfærslur eða staðsetningu á slíku hóteli ef af verður. Skiptar skoðanir eru um staðsetninguna og hvernig Flæðarnar njóti sín best í framtíðinni og má þann áherslumun eins og víðar finna í sveitarstjórnarhóp VG og óháðra.
Tillaga frá skipulags- og byggingarnefnd um að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa og kynna skipulagslýsinguna samkvæmt 40. grein skipulagslaga og í samræmi við ákvæði greinar 5.2.4. í skipulagsreglugerð borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Bjarni Jónsson tók til máls og óskar bókað:
Framundan er deiliskipulagsferli á svæði sem tekur yfir okkar glæsilega íþróttasvæði, Sundlaug Sauðárkróks og Flæðarnar í hjarta bæjarins. Í skipulagslýsingu er gert ráð fyrir að hótel rísi á Flæðunum. Er hér gerður fyrirvari við þá staðsetningu. Bygging nýs hótels á Sauðárkróki yrði burtséð frá staðsetningu, hins vegar mikil lyftistöng fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Framundan er deiliskipulagsferli á þeim reit sem sótt er um undir hótelið. Þar gefst íbúum tækifæri til að koma að athugasemdum og tillögum áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar um mögulegar útfærslur eða staðsetningu á slíku hóteli ef af verður. Skiptar skoðanir eru um staðsetninguna og hvernig Flæðarnar njóti sín best í framtíðinni og má þann áherslumun eins og víðar finna í sveitarstjórnarhóp VG og óháðra.