Auglýst eftir rekstraraðila að félagsheimilinu Ljósheimum
Málsnúmer 1606201
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 749. fundur - 07.07.2016
Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 749. fundi byggðarráðs 7. júlí 2016 með þremur atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur á fyrri fundum rætt umsóknir tveggja fyrsttöldu umsækjendanna. Til fundarins nú komu Þorvaldur E. Þorvaldsson og Kristín Snorradóttir og fóru yfir umsókn sína um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar umsækjendum fyrir góðar umsóknir og þann áhuga sem þeir hafa sýnt málinu. Nefndin samþykkir að ganga til viðræðna við Þröst Jónsson og Kolbrúnu Jónsdóttur um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum. Nefndin leggur áherslu á að í samningi við nýjan rekstraraðila sé gert ráð fyrir að Kvenfélagið Framför geti sinnt starfsemi sinni áfram á svipaðan máta og verið hefur.