Fara í efni

Breytingar á húsakosti Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1606281

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 34. fundur - 01.07.2016

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að beina til byggðarráðs að gerður verði samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um makaskipti á Aðalgötu 16b (Minjahúsið) og Aðalgötu 21-21a (Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Grána) með það í huga að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 749. fundur - 07.07.2016

Á fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 1.júlí s.l. var samþykkt að beina til byggðarráðs að gerður verði samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um makaskipti á Aðalgötu 16b (Minjahúsið) og Aðalgötu 21-21a (Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Grána) með það í huga að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að fara í makaskipti á Aðalgötu 16b (Minjahúsið) og Aðalgötu 21-21a (Gamla samlagið að fyrrverandi Iðju meðtalinni og Grána) með það í huga að nota húsnæðið undir starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki með fyrirvara um gerð og samþykkt samnings þar um. Byggðarráð samþykkir jafnframt að farið verði í stefnumótunarvinnu varðandi framtíðarskipulag og nýtingu húsnæðisins.

Minjahúsið Aðalgata 16b er 651fm, Aðalgata 21-21a er 1200fm, því felast mikil tækifæri í makaskiptunum enda núverandi húsnæði Minjasafnins á Sauðárkróki orðið of lítið og mjög óhentugt undir starfssemina.

Byggðarráð samþykkir að boða Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til fundar um næstu skref.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 749. fundur - 07.07.2016

Afgreiðsla 34. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 749. fundi byggðarráðs 7. júlí 2016 með þremur atkvæðum.