Fara í efni

Vegna eignarhlutar í Bifröst

Málsnúmer 1607152

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 37. fundur - 22.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Tindastóli þar sem óskað er eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð vegna eignarhluts félagsins í Félagsheimilinu Bifröst. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og vísar erindinu til byggðarráðs sem jafnframt er stjórn eignasjóðs. Nefndin gerir ekki athugasemdir við það þótt Ungmennafélagið Tindastóll hverfi úr eigendahópi Félagsheimilisins Bifrastar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 763. fundur - 10.11.2016

Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 1. apríl 2016 varðandi eignarhlut félagsins í Félagsheimilinu Bifröst.

Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum ungmennafélagsins á fund ráðsins til viðræðu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 766. fundur - 01.12.2016

Lagt fram bréf dagsett 1. apríl 2016 frá aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls vegna skráðs eignarhlutar ungmennafélagsins í Félagsheimilinu Bifröst, Sauðárkróki.

Ungmennafélagið Tindastóll afhendir 5% eignarhlut sinn í Félagsheimilinu Bifröst til Sveitarfélagsins Skagafjarðar endurgjaldslaust. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.