Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Nefndalaun 1. nóv 2016 - hækkun þingfararkaups
Málsnúmer 1611009Vakta málsnúmer
2.Útsvarshlutfall árið 2017
Málsnúmer 1611028Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2017 í Sveitarfélaginu Skagafirði verði óbreytt, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni og vísar tillögunni til samþykktar sveitarstjórnar.
3.Fundarboð flugklasinn AIR 66N 22. nóvember
Málsnúmer 1611083Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. nóvember 2016 frá Markaðsskrifstofu Norðurlands þar sem boðað er til fundar vegna flugklasans AIR 66N þann 22. nóvember n.k. á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa frá sveitarfélaginu á fundinn.
Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa frá sveitarfélaginu á fundinn.
4.Náttúrustofa Norðurlands vestra
Málsnúmer 1506085Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. nóvember 2016 frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi rekstur stofnunarinnar og samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um hann.
Byggðarráð samþykkir að ganga frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem hafa lýst áhuga sínum á að koma að rekstri stofnunarinnar.
Byggðarráð samþykkir að ganga frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem hafa lýst áhuga sínum á að koma að rekstri stofnunarinnar.
5.Vegna eignarhlutar í Bifröst
Málsnúmer 1607152Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 1. apríl 2016 varðandi eignarhlut félagsins í Félagsheimilinu Bifröst.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum ungmennafélagsins á fund ráðsins til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum ungmennafélagsins á fund ráðsins til viðræðu.
6.Drög að reglugerð um heimagistingu o.fl.
Málsnúmer 1611044Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. nóvember 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er að sambandið muni senda umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sveitarfélögum sem ekki ætla að senda sérstaka umsögn er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri við sambandið.
7.Ársþing SSNV 21.október 2016 á Sauðárkróki
Málsnúmer 1608189Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 24. ársþings SSNV þann 21. október 2016.
8.Ráðstefna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Svíþjóð
Málsnúmer 1603057Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ferðaskýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Svíþjóðar í sumarlok 2016. Markmið ferðarinnar var að kynna fyrir íslenskum sveitarstjórnarmönnum hvernig sænsk sveitarfélög vinna að íbúasamráði.
9.Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1611020Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. nóvember 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að landsþing sambandsins verður haldið föstudaginn 24. mars 2017 í Reykjavík og fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 5. og 6. október 2017 í Reykjavík.
10.Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411211Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.
11.Skýrslur um fasteignamat 2017 og brunabótamat 2016
Málsnúmer 1610346Vakta málsnúmer
Kynnt að að skýrslur um fasteignamat 2017 og brunabótamat 2016 eru komnar út og má finna á vef Þjóðskrár Íslands http://www.skra.is/um-okkur/utgafur-og-skjol/
Fundi slitið - kl. 10:09.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l.