Norðurgarður Hofsósi - skemmdir á viðlegukanti
Málsnúmer 1609117
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 145. fundur - 04.10.2018
Hafin er vinna við viðgerð á viðlegukanti á norðurgarði á Hofsósi.
Viðgerðin nær til um 15 til 20m kafla við löndundarkrana á bryggjunni þar sem komin eru göt á steypta veggi og efni hefur skolað undan bryggjunni.
Verkið er unnið af Köfunarþjónustunni og er áætlaður kostnaður um 15 milljónir.
Útgjöldum vegna verksins er mætt með auknum tekjum Hafnarsjóðs.
Viðgerðin nær til um 15 til 20m kafla við löndundarkrana á bryggjunni þar sem komin eru göt á steypta veggi og efni hefur skolað undan bryggjunni.
Verkið er unnið af Köfunarþjónustunni og er áætlaður kostnaður um 15 milljónir.
Útgjöldum vegna verksins er mætt með auknum tekjum Hafnarsjóðs.
Bryggjan, sem er um 100m að lengd, er að mestu steypt og er steypan farin að láta verulega á sjá. Á nokkrum stöðum hefur myndast holrúm undir steypta þekju og ljóst að fara verður í lagfæringar á bryggjunni.
Ástand bryggjunar var kannað í síðustu viku og teknar ljósmyndir af skemmdum.
Í kjölfarið var sent óformlegt erindi til siglingasviðs Vegagerðarinnar og hefur því verið svarað. Í svarinu er farið yfir mögulegar leiðir til viðgerða á bryggjunni og líst yfir vilja til að aðstoða við mat og undirbúning á þeim.
Sviðstjóra falið að vinna að kostnaðarmati á viðgerðum í samráði við Vegagerðina.