Skil á skýrslum vegna refa- og minkaveiði 2015-2016
Málsnúmer 1609163
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 187. fundur - 19.10.2016
Lögð fram til kynningar samantekt um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Samtals voru veiddir 338 refir, 262 grendýr og 76 hlaupadýr. Veiddir voru 142 minkar.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 189. fundur - 30.12.2016
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um endurgreiðslu Umhverfisstofnunar vegna minka- og refaveiða fyrir tímabilið 1. september 2015 ? 31. ágúst 2016. Endurgreiðsla vegna minkaveiða nemur 213.000 kr. og 1.258.500 kr. vegna refaveiða, sem samsvarar um 23,57% af kostnaði sveitarfélagsins vegna veiðanna sem var 6.243.400 kr.