Fornós 12 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.
Málsnúmer 1609200
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 293. fundur - 25.10.2016
Ásbjörn Svavar Ásgeirsson kt. 130463-4289 og Sigríður Sunneva Pálsdóttir kt. 150570-4849, eigendur einbýlishússins númer 12 við Fornós á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags - og byggingarnefndar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 4,0 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu -og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við breikkun innkeyrslu við Fornós 12. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að innkeyrslan að lóðinni verði breikkuð um allt að 2 m til suðurs.