Fara í efni

Markaðs- og kynningarmál 2016

Málsnúmer 1609243

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 37. fundur - 22.09.2016

Rætt um markaðs- og kynningarmál Skagafjarðar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur fengið tillögu að kjörorði og merki til notkunar í kynningarefni sveitarfélagsins, "Heimili norðursins - Home of the north". Kjörorðinu er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er að finna í skagfirsku samfélagi, t.d. "Skagafjörður - heimili íslenska hestsins, Skagafjörður - home of the Icelandic horse", o.s.frv. Merkinu er ekki ætlað að koma í stað byggðamerkis Sveitarfélagsins Skagafjarðar heldur yrði notað sem viðbót í markaðslegum tilgangi. Nefndin samþykkir notkun kjörorðsins og merkisins í markaðslegum tilgangi en felur starfsmönnum að útfæra nánar tillögur þess efnis og leggja fyrir nefndina.



Hanna Þrúður óskar bókað að merkið sé gott en kjörorðið sé mun sterkara á ensku en í íslenskri þýðingu orðsins og telur t.d. að staður næði betur markaðslegum árangri í íslenskri notkun kjörorðsins.