Skipulags- og byggingarnefnd - 294
Málsnúmer 1610016F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016
Fundargerð 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Samkvæmt lögum um Mannvirki og byggingarreglugerð skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa faggildingu til að fara yfir hönnunargögn og annast úttektir nema sá þáttur eftirlitsins hafi verið falinn skoðunarstofu.
Um faggildingu fer samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. nr. 24/2006.
Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa og Mannvirkjastofnunar vegna yfirferðar hönnunargagna og úttekta skal fullnægja kröfum faggildingaraðila. Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við ákvæði kafla 3.2. í Byggingarreglugerð. Sveitarstjórn er heimilt, samkvæmt lögunum, að ákveða að tilteknir þættir eftirlits og yfirferðar hönnunargagna verði falið skoðunarstofu með starfsleyfi.
Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Lögð fram til umræðu breyting á samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjóunustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.Breytingin er aðlöguð að breyttu lagaumhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreind vinnudrög og vísar þeim til umfjöllunar í byggðarráði.
Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Lögð fram til umræðu breyting á gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna framkvæmda- og þjónustugjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði. Breytingin er aðlöguð að breyttu lagaumhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreind drög og vísar þeim til umfjöllunar í byggðarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Fjárhagsáætlun vegna ársins 2017. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Heildarútgjöld 55.551.138 kr. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fjárhagsrammann eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu byggðarrás. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Skúli Hermann Bragason kt 280272-3619 og Hólmar Daði Skúlason kt. 091095-3359 sækja um parhúsalóðina nr. 2-4 við Gilstún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á ljósleiðarastreng í dreifbýli, frá Varmahlíð að Marbæli á Langholti og frá Syðra Skörðugili yfir í Sæmundarhlíð og út Hlíðina. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka kerfið að framkvæmdum loknum. Strengleiðin kemur fram á meðfylgjandi yfirlitauppdráttum frá Mílu. Fyrir liggur fornleifaskráning vegna framkvæmdanna gerð hjá fornleifadeild Byggðasafna Skagfirðinga unnin af Bryndísi Zoéga. Erindið samþykkt. Framkvæmdaraðil skal fara að ábendingum Minjastofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Fyrir liggur umsókn/fyrirspurn Rögnvaldar Guðmundssonar fh. RARIK dagsett 11.10. sl., um fyrirhugaða strenglögn RARIK við Árhól. Þar er m.a. ráðgert að leggja rafstreng um land sveitarfélagsins og þvera Siglufjarðarveg vegnr. 76 og Höfðastrandarveg vegnr. 783. Fram kemur í erindinu að þegar hafi verið sótt um leyfi til Vegagerðarinnar vegna þessa. Fyrirliggja umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
- .8 1610249 Stóra-Vatnsskarð 1, landnr. 146078 og Stóra-Vatnsskarð 2, landnr 146079 - Umsókn um sameiningu jarðaSkipulags- og byggingarnefnd - 294 Benedikt Benediktsson eigandi jarðanna Stóra -Vatnsskarð 1, landnr. 146078 og Stóra -Vatnsskarðs 2, landnr. 146079 sækir með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að sameina jörðina Stóra -Vatnsskarð 2, landnr 146079 jörðinni Stóra -Vatnsskarð 1, landnr. 146078.
Ekki liggja fyrir þinglýstar heimildir varðandi tilurð jarðarinnar Stóra- Vatnsskarð 2, landnr. 146079 né heldur afmörkun milli þessara jarða. Þá er óskað eftir, að eftir sameiningu jarðanna, fái jörðin heitið Stóra Vatnsskarð og að landnúmer jarðarinnar verði 146078. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Símon Gestsson kt 231244-6899 eigandi jarðarinnar Barðs í Fljótum, landnúmer 146777 óskar heimildar til að stækka lóð úr landi Barðs. Lóðin ber heitið Barð lóð og hefur landnúmer 146784. Lóðin er 2883 ferm. og er einnig í eigu umsækjanda. Óskað er eftir að stækka lóðina í 4633,3 ferm. Meðfylgjandi uppdrættir unnir á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Sigurður Haraldsson kt. 070236-2659, þinglýstur eigandi jarðarinnar Grófargils, landnúmer 146035 óskar hér með eftir heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar
Meðfylgjandi er hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing kt. 120379-4029.
Númer uppdráttar er S-102 í verki 7521, dagsetning uppdráttar er 16. nóvember 2016.
Innan lóðarinnar sem verið er að stofna standa útihús jarðarinnar sem eru.
MHL 04, Fjós/áburðarkjallari með matsnúmerið 214-0453. MHL 05, Hlaða/súgþurrkun með matsnúmerið 214-0454
Óskað er eftir að útskipta lóðin beri heitið Grófargil lóð 3.Öll hlunnindi og lögbýlaréttur munu fylgja áfram landnúmerinu 146035. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Jón Svavarsson kt. 100663-2449 sækir fh. Jóns Svavarssonar málarameistara ehf kt. 640402-6010 sem er eigandi jarðarinnar Steintún 146234, um leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, Steintún land. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S-201 í verki 732061, dags. 3. nóvember 2016. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146234. Fram kemur í erindinu að fyrirhugað sé að sameina spilduna jörðinni Bjarmalandi, landnúmer 146148 og að spildan nýtist sem rekstrarleið milli Bjarmalands og Brekkukots, landnúmer 146155. Einnig skrifar undir erindið Björn Sveinsson kt. 101052-2149, eigandi jarðanna Bjarmalands og Brekkukots.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Birgir Þórðarson kt. 070660-5479, eigandi jarðarinnar Ríp II (landnr. 146396), sækir um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar. Lóðina Ríp II, lóð 1. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S 101 í verki 7564, dags. 27. október 2016. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146396.Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Fyrir liggur erindi Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, eiganda jarðarinnar Ríp II, landnr. 146396, umsókn um leyfi til að breyta útliti og notkun hlöðu sem er matshluti 07 á jörðinni. Sett verði hæðarskil í hlöðuna. Á neðri hæð verði aðkoma með rúllubagga og geymsla. Á efri hæð verði innréttuð íbúð. Framlagðir uppdrættir mótteknir af byggingarfulltrúa 27 október sl., dagsettir 09.06.2016 gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Erindið samþykkt að því tilskyldu að öllum hönnunargögnum, samkvæmt byggingarreglugerð, verði skilað til byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Lögð fram til kynningar fundargerð 37. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Bókun fundar 37. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016.