Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

348. fundur 23. nóvember 2016 kl. 16:15 - 18:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Hrund Pétursdóttir 4. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Hrund Pétursdóttir frá Framsóknarflokki situr fundinn í stað Þórdísar Friðbjörnsdóttur.

1.Niðurgreiðsla dagvist barna á einkaheimilum 2017

Málsnúmer 1611108Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, "tillögu um niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017."



Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram eftirfarandi bókuni: Með því að halda niðurgreiðslum á daggæslu barna í heimahúsum hjá dagmæðrum óbreyttum árið 2017, líkt og 2016, er verið að velta meiri kostnaði yfir á foreldra sem þurfa og nýta þjónustuna umfram almennar hækkanir og eða skerða kjör dagmæðra. Mörg yngstu barnanna sem í hlut eiga hafa ekki enn kost á leikskólaplássi. Undirritaður situr því hjá.



Tillaga un niðurgreiðslur vegna barna í heimahúsum á árinu 2017, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.

2.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2017

Málsnúmer 1611090Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.



Tillaga um að halda gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga óbeyttri, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

3.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2017

Málsnúmer 1611091Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga breytist þannig að almennt lánþegagjald á Héraðsbókasafni Skagfirðinga verði hækkað í 2.500 kr. og að árgjald stofnana og skóla verðið hækkað í 5.000 kr. frá og með 1. janúar 2017. Aðrir liðir í gildandi gjaldskrá taki ekki breytingum.



Gjaldskrá Héraðssbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2017, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

4.Gjaldskrá leikskóla

Málsnúmer 1611164Vakta málsnúmer

Þannig bókað fá 764. fundi byggðarráðs 18. nóvember 2016 og vísað til samþykktar sveitarstjórnar.



"Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá leikskóla vegna fæðis- og dvalargjalda hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017.



Breyting á gjaldskrá leikskóla vegna fæðis og dvalargjalda fyrir árið 2017 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

5.Gjaldskrá gunnskóla

Málsnúmer 1611163Vakta málsnúmer

Þannig bókað fá 764. fundi byggðarráðs 18. nóvember 2016 og vísað til samþykktar sveitarstjórnar.



"Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá grunnskóla vegna fæðis- og dvalargjalda hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017."



Breyting á gjaldskrá grunnskóla vegna fæðis- og dvalargjalda borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

6.Gjaldskrá tónlistarskóla

Málsnúmer 1611165Vakta málsnúmer

Þannig bókað fá 764. fundi byggðarráðs 18. nóvember 2016 og vísað til samþykktar sveitarstjórnar.



"Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017."



Breyting á gjaldskrá tónlistarskóla fyrir árið 2017 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Reglur 2017 um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa

Málsnúmer 1611112Vakta málsnúmer

Þannig bókað og vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, "tillögu um að greiðsluviðmið verði óbreytt frá því sem nú er, í reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.

Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna."



Tillag um að greiðsluviðmið ofangreindra styrkja verði óbreytt, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðsluna og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.

8.Greiðslur 2017 vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn

Málsnúmer 1611111Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn á árinu 2017, í samræmi við 21. og 55. grein laga nr. 59/1992.



Ofangreind tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.

9.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2017

Málsnúmer 1611107Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar árið 2017 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og verið hefur og miðast við bætur eins og þær eru í nóvembermánuði 2016, þ.e. 202.054 kr. Grunnupphæð hækki því í 161.643 kr. frá og með 1. janúar 2017.



Tillaga um grunnupphæð fjárahagsaðstoðar fyrir árið 2017, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

10.Heimaþjónusta Gjaldskrá 2017

Málsnúmer 1611041Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016 tillögu um að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2017 frá því sem nú er.



Tillaga um óbreytta gjaldskrá heimaþjónustu fyrir árið 2017 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

11.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2017

Málsnúmer 1611089Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.



Tillaga um að halda gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga óbeyttri, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Gjaldskrá 2017 Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1611106Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016 tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2017.

Lagt er til að samanlagt daggjald notanda á árinu 2017 verði 1.646 kr. í stað 1.530 kr. nú.



Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Vinnuskólalaun 2017

Málsnúmer 1611113Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um laun barna í vinnuskóla og ungmenna í V.I.T. verkefni á árinu 2017.



Laun með orlofi verði sem hér segir:

7. bekkur DV 405 kr.og EV 664 kr. á tímann

8. bekkur DV 460 kr. og EV 754 kr. á tímann

9. bekkur DV 547 kr. og EV 897 kr. á tímann

10. bekkur DV 689 kr. og EV 1.130 kr. á tímann



Laun fyrir ungmenni í V.I.T.

Dagvinna 1.135 kr. og eftirvinna 1.862 kr. fyrir ungmenni fædd 2000

Dagvinna 1.290 kr. og eftirvinna 2.115 kr. fyrir ungmenni fædd 1999.



Tillaga um laun barna í vinnuskóla og ungmenna í V.I.T. fyrir árið 2017 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Gjaldskrár 2017 - íþróttamannvirki

Málsnúmer 1610355Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki í Skagafirði frá 1. janúar 2017.

Bjarni Jónsson og Bjarki Tryggvason kvöddu sér hljóðs.



Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.



15.Gjaldskrá 2017 - Hús frítímans

Málsnúmer 1610356Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu að gjaldskrá fyrir fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2017.



Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Dagdvöl aldraðra sept 2016

Málsnúmer 1609235Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 201,6 reglum um dagdvöl aldraðra.



Reglurnar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum. Jafnframt tekur sveitarstjórnar undir bókun byggðarráð varðandi fjölgun dvalarrýma.

17.Uppbyggingarsjóður - fundargerðir 2016

Málsnúmer 1609211Vakta málsnúmer

Fundargerðir Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs frá 23. maí og 27. september 2016 lagðar fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016

18.Fundagerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Nl.v

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestrar frá 15. september og 10. nóvember 2016 lagðar fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2016

19.Fundagerðir 2016 - Samb.ísl. sveitarfélaga

Málsnúmer 1601002Vakta málsnúmer

843. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. október 2016 lögð fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2016

20.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2017

21.Skipulags- og byggingarnefnd - 294

Málsnúmer 1610016FVakta málsnúmer

Fundargerð 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Samkvæmt lögum um Mannvirki og byggingarreglugerð skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa faggildingu til að fara yfir hönnunargögn og annast úttektir nema sá þáttur eftirlitsins hafi verið falinn skoðunarstofu.
    Um faggildingu fer samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. nr. 24/2006.
    Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa og Mannvirkjastofnunar vegna yfirferðar hönnunargagna og úttekta skal fullnægja kröfum faggildingaraðila. Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við ákvæði kafla 3.2. í Byggingarreglugerð. Sveitarstjórn er heimilt, samkvæmt lögunum, að ákveða að tilteknir þættir eftirlits og yfirferðar hönnunargagna verði falið skoðunarstofu með starfsleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Lögð fram til umræðu breyting á samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjóunustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.Breytingin er aðlöguð að breyttu lagaumhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreind vinnudrög og vísar þeim til umfjöllunar í byggðarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Lögð fram til umræðu breyting á gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna framkvæmda- og þjónustugjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði. Breytingin er aðlöguð að breyttu lagaumhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreind drög og vísar þeim til umfjöllunar í byggðarráði. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Fjárhagsáætlun vegna ársins 2017. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Heildarútgjöld 55.551.138 kr. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fjárhagsrammann eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu byggðarrás. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Skúli Hermann Bragason kt 280272-3619 og Hólmar Daði Skúlason kt. 091095-3359 sækja um parhúsalóðina nr. 2-4 við Gilstún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á ljósleiðarastreng í dreifbýli, frá Varmahlíð að Marbæli á Langholti og frá Syðra Skörðugili yfir í Sæmundarhlíð og út Hlíðina. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka kerfið að framkvæmdum loknum. Strengleiðin kemur fram á meðfylgjandi yfirlitauppdráttum frá Mílu. Fyrir liggur fornleifaskráning vegna framkvæmdanna gerð hjá fornleifadeild Byggðasafna Skagfirðinga unnin af Bryndísi Zoéga. Erindið samþykkt. Framkvæmdaraðil skal fara að ábendingum Minjastofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Fyrir liggur umsókn/fyrirspurn Rögnvaldar Guðmundssonar fh. RARIK dagsett 11.10. sl., um fyrirhugaða strenglögn RARIK við Árhól. Þar er m.a. ráðgert að leggja rafstreng um land sveitarfélagsins og þvera Siglufjarðarveg vegnr. 76 og Höfðastrandarveg vegnr. 783. Fram kemur í erindinu að þegar hafi verið sótt um leyfi til Vegagerðarinnar vegna þessa. Fyrirliggja umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Benedikt Benediktsson eigandi jarðanna Stóra -Vatnsskarð 1, landnr. 146078 og Stóra -Vatnsskarðs 2, landnr. 146079 sækir með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að sameina jörðina Stóra -Vatnsskarð 2, landnr 146079 jörðinni Stóra -Vatnsskarð 1, landnr. 146078.
    Ekki liggja fyrir þinglýstar heimildir varðandi tilurð jarðarinnar Stóra- Vatnsskarð 2, landnr. 146079 né heldur afmörkun milli þessara jarða. Þá er óskað eftir, að eftir sameiningu jarðanna, fái jörðin heitið Stóra Vatnsskarð og að landnúmer jarðarinnar verði 146078. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Símon Gestsson kt 231244-6899 eigandi jarðarinnar Barðs í Fljótum, landnúmer 146777 óskar heimildar til að stækka lóð úr landi Barðs. Lóðin ber heitið Barð lóð og hefur landnúmer 146784. Lóðin er 2883 ferm. og er einnig í eigu umsækjanda. Óskað er eftir að stækka lóðina í 4633,3 ferm. Meðfylgjandi uppdrættir unnir á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Sigurður Haraldsson kt. 070236-2659, þinglýstur eigandi jarðarinnar Grófargils, landnúmer 146035 óskar hér með eftir heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar
    Meðfylgjandi er hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing kt. 120379-4029.
    Númer uppdráttar er S-102 í verki 7521, dagsetning uppdráttar er 16. nóvember 2016.
    Innan lóðarinnar sem verið er að stofna standa útihús jarðarinnar sem eru.
    MHL 04, Fjós/áburðarkjallari með matsnúmerið 214-0453. MHL 05, Hlaða/súgþurrkun með matsnúmerið 214-0454
    Óskað er eftir að útskipta lóðin beri heitið Grófargil lóð 3.Öll hlunnindi og lögbýlaréttur munu fylgja áfram landnúmerinu 146035. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Jón Svavarsson kt. 100663-2449 sækir fh. Jóns Svavarssonar málarameistara ehf kt. 640402-6010 sem er eigandi jarðarinnar Steintún 146234, um leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, Steintún land. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S-201 í verki 732061, dags. 3. nóvember 2016. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146234. Fram kemur í erindinu að fyrirhugað sé að sameina spilduna jörðinni Bjarmalandi, landnúmer 146148 og að spildan nýtist sem rekstrarleið milli Bjarmalands og Brekkukots, landnúmer 146155. Einnig skrifar undir erindið Björn Sveinsson kt. 101052-2149, eigandi jarðanna Bjarmalands og Brekkukots.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Birgir Þórðarson kt. 070660-5479, eigandi jarðarinnar Ríp II (landnr. 146396), sækir um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar. Lóðina Ríp II, lóð 1. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S 101 í verki 7564, dags. 27. október 2016. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146396.Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Fyrir liggur erindi Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, eiganda jarðarinnar Ríp II, landnr. 146396, umsókn um leyfi til að breyta útliti og notkun hlöðu sem er matshluti 07 á jörðinni. Sett verði hæðarskil í hlöðuna. Á neðri hæð verði aðkoma með rúllubagga og geymsla. Á efri hæð verði innréttuð íbúð. Framlagðir uppdrættir mótteknir af byggingarfulltrúa 27 október sl., dagsettir 09.06.2016 gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Erindið samþykkt að því tilskyldu að öllum hönnunargögnum, samkvæmt byggingarreglugerð, verði skilað til byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 294 Lögð fram til kynningar fundargerð 37. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Bókun fundar 37. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016.

22.Byggðarráð Skagafjarðar - 763

Málsnúmer 1611005FVakta málsnúmer

Fundargerð 763. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá eru viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað sett sem hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Nefndalaun 1. nóv 2016 - hækkun þingfararkaups. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2017 í Sveitarfélaginu Skagafirði verði óbreytt, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni og vísar tillögunni til samþykktar sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 Útsvarshlutfall árið 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. nóvember 2016 frá Markaðsskrifstofu Norðurlands þar sem boðað er til fundar vegna flugklasans AIR 66N þann 22. nóvember n.k. á Akureyri.
    Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa frá sveitarfélaginu á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. nóvember 2016 frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi rekstur stofnunarinnar og samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um hann.
    Byggðarráð samþykkir að ganga frá samkomulagi við þau sveitarfélög sem hafa lýst áhuga sínum á að koma að rekstri stofnunarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 1. apríl 2016 varðandi eignarhlut félagsins í Félagsheimilinu Bifröst.
    Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum ungmennafélagsins á fund ráðsins til viðræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. nóvember 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er að sambandið muni senda umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sveitarfélögum sem ekki ætla að senda sérstaka umsögn er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri við sambandið. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lögð fram til kynningar fundargerð 24. ársþings SSNV þann 21. október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lögð fram til kynningar ferðaskýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Svíþjóðar í sumarlok 2016. Markmið ferðarinnar var að kynna fyrir íslenskum sveitarstjórnarmönnum hvernig sænsk sveitarfélög vinna að íbúasamráði. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. nóvember 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að landsþing sambandsins verður haldið föstudaginn 24. mars 2017 í Reykjavík og fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 5. og 6. október 2017 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 763 Kynnt að að skýrslur um fasteignamat 2017 og brunabótamat 2016 eru komnar út og má finna á vef Þjóðskrár Íslands http://www.skra.is/um-okkur/utgafur-og-skjol/ Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

23.Byggðarráð Skagafjarðar - 764

Málsnúmer 1611010FVakta málsnúmer

Fundargerð 763. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 09.11. 2016, frá Tómasi Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6, 550 Sauðárkróki f.h. Stá ehf., kt. 520997-2029. Óskað er eftir breytingu á rekstrarleyfi Ólafshúss, veitingastaður flokkur III með heimilaðan veitingatíma til kl.01:00 alla daga; þó til kl.03:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags, einnig annan dag jóla frá 23:00 til 03:00 aðfaranótt nýársdags, föstudagsins langa og páskadag frá kl.00:00 til 04:00. Núverandi leyfi veitingastaður flokkur II með heimilaðan veitingatíma til kl.23:00 alla daga; þó til kl.01:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 122. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Gjaldskrá 2017 - hunda- og kattahald. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 122. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 Gjaldskrá 2017 - Fráveita og rotþrær. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 122. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirðifrá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 Gjaldskrá 2017 - Sorpurðun og sorphirða. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ verði á árinu 2017 1.600 kr. fyrir einstaklinga, 1.200 kr. fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri. Nefndin samþykkti jafnframt að á árinu 2018 verði aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ 1.700 kr. fyrir einstaklinga, 1.300 kr. fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri.

    Bjarni Jónsson gerir tillögu um að aðgangseyrir fyrir hópa verði 1.500 kr. pr. mann á árinu 2018.
    Byggðarráð samþykkir að vísa tillögu Bjarna Jónssonar til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.20 Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga breytist þannig að almennt lánþegagjald á Héraðsbókasafni Skagfirðinga verði hækkað í 2.500 kr. og að árgjald stofnana og skóla verðið hækkað í 5.000 kr. frá og með 1. janúar 2017. Aðrir liðir í gildandi gjaldskrá taki ekki breytingum.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2017. Samþykkt samhljóða.
  • 23.9 1611164 Gjaldskrá leikskóla
    Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá leikskóla vegna fæðis- og dvalargjalda hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar hennni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.23 Gjaldskrá leikskóla. Samþykkt samhljóða.
  • 23.10 1611163 Gjaldskrá gunnskóla
    Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá grunnskóla vegna fæðis- og dvalargjalda hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 24 Gjaldskrá gunnskóla. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 25 Gjaldskrá tónlistarskóla. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um að greiðsluviðmið verði óbreytt frá því sem nú er, í reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.26 Reglur 2017 um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn á árinu 2017, í samræmi við 21. og 55. grein laga nr. 59/1992.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 27 Greiðslur 2017 vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar árið 2017 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og verið hefur og miðast við bætur eins og þær eru í nóvembermánuði 2016, þ.e. 202.054 kr. Grunnupphæð hækki því í 161.643 kr. frá og með 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 28 Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2017 frá því sem nú er.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 29 Heimaþjónusta Gjaldskrá 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.30 Niðurgreiðsla dagvist barna á einkaheimilum 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 31 Gjaldskrá 2017 Dagdvöl aldraðra. Samþykkt samhljóða.
  • 23.18 1611113 Vinnuskólalaun 2017
    Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um laun barna í vinnuskóla og ungmenna í V.I.T. verkefni á árinu 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 32 Vinnuskólalaun 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki í Skagafirði frá 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 33 Gjaldskrár 2017 - íþróttamannvirki. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu að gjaldskrá fyrir fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 34 Gjaldskrá 2017 - Hús frítímans Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 236. fundi félags- og tómstundanefndar reglum um dagdvöl aldraðra.
    Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt tekur byggðarráð undir bókun félags- og tómstundanefndar varðandi fjölgun dvalarrýma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 35 Dagdvöl aldraðra sept 2016. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lögð fram drög að reglum um veitingu stofnframlaga skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa reglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og leggja fyrir fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Málið áður á dagskrá 763. fundar byggðarráðs og varðar umsögn um um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.

    Byggðarráð vill jafnframt leggja fram eftirfarandi athugasemdir:
    Almennt: Í umræðu um breytingar á regluverki sem snúa að leyfisveitingum til veitinga- og gististaða var lagt upp með einföldun á kerfinu. Vandséð er að þau drög sem gerð eru hér athugasemdir við leiði til einföldunar. Leiðin sem boðuð er, er um margt flóknari og óskýrari en núgildandi reglur og á það sérstaklega við um minnstu gististaðina, heimagistingu. Fyrirhugað er að auka kröfur á sveitarstjórnir í umsýslu með umsagnir þ.e. taka saman gögn frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa og sameina umsögn frá framangreindum aðilum sem síðan verði skilað til sýslumanns. Samhliða aukinni vinnu sveitarfélaga, þá boðar reglugerðin minnkaðar tekjur til sveitarfélaganna. Ótímabundin rekstrarleyfi geta mögulega hamlað því að skipulagsyfirvöld geti gripið inn í starfsemi skemmti- og gististaða sem hafa neikvæð áhrif á næsta nágrenni.

    Til raunverulegrar einföldunar, þá er lagt til að sú útfærsla verði skoðuð að sveitarfélögin eða stofnun á vegum sveitarfélaga gefi út eitt tímabundið starfsleyfi þar sem inni verði umsögn/leyfi þeirra stofnana sem reknar eru á vegum sveitarfélaga þ.e. bruna-, heilbrigðiseftirlit og skipulags og byggingarfulltrúa. Sýslumenn geta þá í framhaldinu gefið út sitt leyfi og kallað eftir sjálfkrafa í gagnagrunna ríkisins hvort að leyfisumsækjandi uppfylli þau skilyrði sem sett eru 25 gr. í liðum b,c,d,e,f,g,j, eftir því sem við á.

    Umfjöllun um einstaka greinar:

    Í fyrstu málsgrein 12 gr. má ráða að heimagisting eins og hún er skilgreind í reglugerðinni teljist ekki atvinnuhúsnæði og mun sú breyting leiða til lækkaðra fasteignagjalda fyrir sveitarfélagið af viðkomandi fasteignum.

    Í 26. gr. koma fram auknar kröfur á sveitarstjórn um umsýslu með umsagnir þ.e. að afla umsagna frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa innan síns sveitarfélags og skila sameinaðri umsöng frá þeim.

    Í greinum 13 gr., 38 gr., og 39 gr. er fjallað um skilgreiningu, skráningu og eftirlit með heimagistingu, sem miðast við skemmri útleigu á fasteign, en samanlagt í 90 daga. Fyrirsjáanlegt er að það verður mjög erfitt fyrir yfirvöld að færa sönnur á ef upp kemur grunur um að aðili sé kominn langt út fyrir þau mörk sem getið er um í 13 gr. Þess ber að geta að viðkomandi heimagisting þarf eftir sem áður starfsleyfi frá viðkomandi Heilbrigðisnefnd sbr. reglugerð 941/2002. Vandséð er að það sé árangursríkt eða hvað þá hagkvæmt að hafa einn eftirlitsaðila Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu með allri heimagistingu vítt og breitt um landið.

    Í fjölmörgum greinum í II kafla reglugerðarinnar er ýmis upptalning á búnaði gististaða m.a. stærð rúma , lampa, sápu og vatnsglas ofl. Varla er það skynsamleg verkaskipting að vera með lögreglu og sýslumenn í að fylgja eftir framangreindum þáttum. Nær væri að koma umræddum kröfum fyrir í hollustháttareglugerð þar sem heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa nú þegar reglulegt eftirlit með viðkomandi starfsemi.

    Það er ósk að sveitarfélagsins að áður en farið verði í útgáfu reglugerðarinnar verði leitast við að svara eftirfarandi þáttum:

    a) Lagt verði mat á hve tekjur sveitarfélaga skerðast mikið vegna minnkaðra fasteignagjalda sbr. 12 gr.

    b) Fá mat á kostnað við gerð og reksturs miðlægs gagnagrunns og eftirlit Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, með heimagistingu vítt og breitt um landið sbr. 39. gr.

    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lagt fram bréf dagsett 26. október 2016 frá vinabæ sveitarfélagsins í Noregi, þar sem fram kemur að Kongsberg mun ekki senda jólatré til sveitarafélagsins frá og með árinu 2017.

    Byggðarráð þakkar Kongsberg fyrir þann hlýhug sem sýndur hefur verið í áratugi með því að senda jólatré að gjöf til íbúa sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2017-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lögð fram til kynningar bókun 117. fundar fræðslunefndar vegna sama máls undir málsnúmerinu 1611122. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Nóra ? skráningar- og greiðslukerfi. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 20. október 2016. Bókun fundar Fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 20. október 2016 lögð fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016

24.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38

Málsnúmer 1610022FVakta málsnúmer

Fundargerð 38. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom á fundinn og kynnti starfsemi stofunnar. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið nefndarmenn byggðarráðs, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir auk Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra og Margeirs Friðrikssonar sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 38.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom á fundinn og kynnti skýrslu Flugklasans Air 66N. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið nefndarmenn byggðarráðs, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir auk Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra og Margeirs Friðrikssonar sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 38.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

25.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39

Málsnúmer 1611006FVakta málsnúmer

Fundargerð 39. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Tekið fyrir erindi frá flugklasanum AIR 66N þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður sendi fulltrúa á fund klasans þar sem erlendir ráðgjafar munu segja frá ferlinu við að ná flugi inn á nýja áfangastaði. Samþykkt að Gunnsteinn Björnsson og Viggó Jónsson mæti til fundarins sem fulltrúar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Kynnt umsókn Sveitarfélagsins í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þar sem áformuð er frekari uppbygging á svæðinu við Arnarstapa í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti haustið 2016 eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Ein umsókn barst til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar fyrir lok umsóknarfrests.

    Samþykkt að ganga til viðræðna við umsækjendur, Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Hildi Þóru Magnúsdóttur, um rekstur tjaldsvæðanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.

    Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Þá er með engu móti hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta nú þegar reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta sem raunverulega ná því markmiði að styðja við veikari byggðir landsins.
    Bókun fundar Gunnsteinn Björnsson gerði tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun atvinnu- menningar- og kynningarnefndar svo hljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks.
    Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni. Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Þá er með engu móti hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera.

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta nú þegar reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta sem raunverulega ná því markmiði að styðja við veikari byggðir landsins.

    Samþykkt með níu atkvæðum.

    Gunnsteinn Björnsson
    Sigríður Svavarsdóttir
    Stefán Vagn Stefánsson
    Sigríður Magnúsdóttir
    Bjarki Tryggvason
    Viggó Jónsson
    Hrund Pétursdóttir
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
    Bjarni Jónsson
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Guðjóni Inga Eiríkssyni hjá Bókaútgáfunni Hólum vegna útgáfu 5. bindis Skagfirskra skemmtisagna í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við beiðninni. Nefndin vekur athygli sendanda á að nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og hvetur hann til að sækja um þar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er. Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er. Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að almennt lánþegagjald á Héraðsbókasafni Skagfirðinga verði hækkað í kr. 2500,- og að árgjald stofnana og skóla verðið hækkað í kr. 5000,- frá og með 1. janúar 2017. Aðrir liðir í gildandi gjaldskrá taki ekki breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ verði á árinu 2017 kr. 1600 fyrir einstaklinga, kr. 1200 fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri. Nefndin samþykkir jafnframt að á árinu 2018 verði aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ kr. 1700 fyrir einstaklinga, kr. 1300 fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri. Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 13 vegna atvinnu- og ferðamála vegna ársins 2017.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 05 vegna menningarmála vegna ársins 2017.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

26.Félags- og tómstundanefnd - 236

Málsnúmer 1610019FVakta málsnúmer

Fundargerð 236. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 02 og 06 ásamt ramma fjárhagsáætlunar sem samþykktur var í sveitarstjórn 26. október s.l. Jafnframt var farið yfir þær gjaldskrár og reglur sem í gildi eru fyrir þessa málaflokka. Samþykkt að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Tekið fyrir erindi frá íþróttakennurum á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir auknum fjármunum til að endurnýja gömul og slitin tæki í íþróttahúsi á Sauðárkróki. Tekið er fram að þessir aðilar hafa fengið loforð um styrk að upphæð 2.5 milljónir króna frá fyrirtækjum á svæðinu. Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Lögð fram umsókn frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks um gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsi í upphafi aðventu vegna jólahlaðborðs sem klúbburinn býður til, íbúum að kostnaðarlausu. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Erindi þetta var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar þar sem forstöðumanni frístunda- og íþróttamála var falið að leggja fram tillögur að hjólabrettagarði. Nefndin samþykkir að fela forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að vinna málið áfram og leita eftir samstarfi við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs með tilliti til staðsetningar o.þ.h. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Lagðar fram að nýju tillögur að reglum um Dagdvöl. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

    Jafnframt var lagt fram bréf frá yfirlækni Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, Þorsteini Þorsteinssyni, þar sem hann lýsir brýnni þörf fyrir fjölgun rýma í Dagdvöl aldraðra, einkum og sér í lagi fyrir fólk með heilabilun. Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum sviðsins að sækja um fjölgun rýma til Velferðarráðuneytisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

27.Félags- og tómstundanefnd - 237

Málsnúmer 1611008FVakta málsnúmer

Fundargerð 237. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga að reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.
    Greiðsluviðmið verða óbreytt og sem hér segir:
    a. Náms- og skólagjöld. Greitt er að hámarki kr. 150.000 á ári en aldrei meira en 75% af útlögðum kostnaði.
    b. Tómstundanámskeið skulu að hámarki styrkt um kr. 50.000 á ári en þó aldrei meira en 50% af útlögðum kostnaði.
    c. Tölvukaup. Greitt er að hámarki kr. 120.000 en þó aldrei hærra en 75% af útlögðum kostnaði.
    d. Verkfæra og tækjakaup. Hámark kr. 300.000 en aldrei meira en sem nemur 75% af útlögðum kostnaði.
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga að viðmiðunarreglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn á árinu 2017 í samræmi við 21. og 55. grein laga nr. 59/1992. Viðmiðunargreiðslum hefur ekki verið breytt frá árinu 2013. Viðmiðunarfjárhæðir verði sem hér segir:
    1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring.
    2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 14.500 fyrir hvern sólarhring.
    3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 11.200 fyrir hvern sólarhring.
    Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra.
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga um að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar árið 2017 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og verið hefur og miðast við bætur eins og þær eru í nóvembermánuði 2016, þ.e. 202.054. Grunnupphæð hækki því í 161.643 kr. frá og með 1. janúar 2017. Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tilllaga um að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2017 frá því sem nú er, þ.e.:
    a Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2017 verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2017 með 8% persónuálagi, 13,04 % orlofi og 25% launatengdum gjöldum, kr. 2.868.
    b Verði breytingar á mótframlagi í lífeyrissjóð skal þessi upphæð endurskoðuð.
    c Undanþegnir gjaldskyldu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en framfærsluviðmið, eins og sú upphæð verður ákvörðuð af TR í janúar 2017, (ellilífeyrir/örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka uppbót frá almannatryggingum.) Einnig þeir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka.
    d Upphæðir tímagjalds og viðmiðunarmarka verði reiknaðar þegar ákvörðun TR um upphæð lífeyrisbóta liggja fyrir og lagðar fram til staðfestingar í Félags- og tómstundanefnd/Byggðaráði.
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga um; að niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017 verði óbreytt frá því sem nú er eða í samræmi við eftirfarandi: Upphæð niðurgreiðslu miðast við þann vistunartíma sem foreldrar kaupa í daggæslu, að hámarki 8 tíma daglega. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir foreldra sem eru giftir eða í sambúð er kr. 244 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 42.909 á mánuði og fyrir foreldra sem eru einstæðir eða báðir í (fullu) námi er kr. 307 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 54.102 á mánuði. Þessar upphæðir hafa verið óbreyttar frá 2009 en hækkanir á gjaldskrám dagmæðra einhverjar. Niðurgreiðsla verður aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði).
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lagt er til að samanlagt daggjald notanda á árinu 2017 verði 1.646 kr. í stað 1.530 kr. nú. Tillagan samþykkt og henni vísað til byggarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • 27.7 1611113 Vinnuskólalaun 2017
    Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga að 3% hækkun launa í Vinnuskóla. Laun verði sem hér segir:
    7. bekkur 405 krónur á tímann, 8. bekkur 460 krónur á tímann, 9. bekkur 547 krónur á tíman og 10. bekkur 689 krónur á tímann. Laun fyrir ungmenni í V.I.T. hækki einnig um 3% og verði 1.135 krónur fyrir ungmenni fædd 2000 og 1.290 krónur fyrir ungmenni fædd 1999.
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • 27.8 1611114 Hvatapeningar 2017
    Félags- og tómstundanefnd - 237 Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti skráningarkerfið Nóri sem heldur utan um skráningar barna í íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu og lagði til að það verði tekið upp í stað núverandi kerfis. Jafnframt verði kerfið Hvati tekið upp en það kerfi heldur utan um hvatapeninga sem börnum og ungmennum stendur til boða sem stunda íþróttir, tómstundir og tónlistarnám. Tillagan samþykkt. Jafnframt var lagt til að reglum um hvatapeninga verði breytt til samræmis við nýtt kerfi. Tillaga að breytingum á reglum um hvatapeninga verður lögð fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti skráningarkerfið Nóra sem heldur utan um skráningar barna í íþróttir og tómstundir. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki í Skagafirði.





    Sundlaugar gjaldskrá 2017







    Börn að 18 ára aldri búsett í sveitarfélaginu - frítt - óbreytt
    Önnur börn 0 - 6 ára - frítt - óbreytt



    Önnur börn yngri en 18 ára - 300 kr. óbreytt




    10 miða kort barna - 1.700 kr - óbreytt




    Eldri borgarar, búsettir í sveitarfélaginu - frítt - óbreytt
    Öryrkjar, búsettir í sveitarfélaginu - frítt - óbreytt
    Aðrir öryrkjar - 300 kr - óbreytt





    Fullorðnir í sund/gufu - 900 kr. hækkun um 28,5%
    Klukkutíma - einkatími gufu - 4.650 - óbreytt
    10 miða kort fullorðinna - 4.800 kr.- hækkun um 3,2%
    30 miða kort fullorðinna - 10.000 kr.- hækkum um 1,5%
    Árskort - 32.000 kr. - hækkun um 1,6%
    Gufubað - innifalið - óbreytt
    Infra-rauð sauna - innifalið - óbreytt
    Sundföt - 650 kr. - hækkun um 8,3%
    Handklæði - 650 kr. - hækkun um 8,3%
    Endurútgáfa á þjónusturkorti - 550 kr. - óbreytt
    Opnun sundlauga utan auglýsts opnunartíma - 30.000 kr. - hækkun um 50,0%

    Íþróttasalir gjaldskrá 2017







    Sauðárkrókur 3/3 salur - 9.950 kr. - hækkun um 3,0%
    Sauðárkrókur 2/3 salur - 7.450 kr. - hækkun um
    3,4%
    Sauðárkrókur 1/3 salur - 3.850 kr. - hækkun um
    2,6%
    Sauðárkrókur til veisluhalda - 300.000 kr. - óbreytt
    Varmahlíð heill salur - 7.050 kr. - hækkun um 2,1%


    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2017 og verður hún sem hér segir:

    Viðburðir:








    Afmæli
    8.500 kr. - hækkun um 2,4%
    Fundur/Ráðstefna < 3 tímar, færri en 50 manns - 10.600 kr. hækkun um 2,6%
    Fundur/Ráðstefna < 3 tímar, fleiri en 50 manns - 15.850 kr. - hækkun um 2,3%
    Gjald f. markaði góðgerðafélaga/opið hús, einstaklingur - 15.850 kr - hækkun um 2,3%
    Leiga fyrir veislur / verslunarmarkaði eða sambærilegt - 53.250 kr. - hækkun um 2,4%
    Leiga til íþróttafélaga v. gistingar, á mann pr. nótt - 1.000 kr.- óbreytt.

    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram tillaga um að opnunartími sundlauga í Skagafirði á árinu 2017 verði óbreyttur frá því sem nú er.
    Tillagan samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 237 Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 02 og 06. Niðurstöðutölur fyrir málaflokk 02, almenna og sértæka félagsþjónustu er 616.747.582 krónur sem er 845.418 krónum undir útgefnum ramma. Niðurstöðutala fyrir málaflokk 06, frístunda- og íþróttamál er 345.011.049 krónur sem er 593.951 krónum undir ramma. Áætlunin samþykkt og henni vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

28.Fræðslunefnd - 116

Málsnúmer 1610020FVakta málsnúmer

Fundargerð 116. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Hrund Pétursdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 116 Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 lögð fram og rædd. Nefndin felur starfsmönnum að vinna áfram að gerð áætlunarinnar fyrir málaflokkinn til seinni umræðu. Ýmsar forsendur eru enn óljósar, svo sem gjaldskrárhækkanir, kjarasamningar o.fl. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 116 Formaður fór yfir það skipulag sem viðhaft hefur verið vegna sumarleyfa og lokunar leikskóla í Skagafirði, en tvö síðastliðin sumur hafa leikskólarnir Birkilundur og Tröllaborg verið lokaðir í fjórar til fimm vikur en í Ársölum hefur verið lokað í tvær vikur. Endurmeta þarf þessa lokun í Ársölum fyrir næsta ár. Málið verður tekið upp aftur á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 116 Tekið fyrir erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem hvatt er til þess að framvegis verði 20. nóvember helgaður mannréttindum barna, en árið 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi. Í ár ber 20. nóvember upp á helgidag og því var ákveðið að halda upp á þennan dag þann 18. nóvember n.k. Fræðslunefnd hvetur skóla Skagafjarðar til að helga þennan dag mannréttindum barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki sáttmálann. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 116 Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun þar sem boðið er upp á að sækja um að láta fram fara ytra mat á leikskólum Skagafjarðar. Ytra mat hefur nýlega farið fram fyrir Ársali en ákveðið að sækja um fyrir Tröllaborg og Birkilund. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 116 Lögð fram tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um breytingar á grunnskólalögum, þar sem m.a. er gerð sú breyting að í stað hugtaksins ,,sérfræðiþjónusta" í lögum verður hugtakið ,,skólaþjónusta" notað. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 116 Kynnt erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem skólum er boðið að sækja um að fá afhent sér að kostnaðarlausu forritunartæki fyrir alla nemendur 6. og 7. bekkjar, svo kallaða Micro:bit smátölvu. Markmiðið er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna og auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, eins að efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni- og iðngreinum. Grunnskólar Skagafjarðar hafa þegar sótt um að fá tækið afhent fyrir sína nemendur. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

29.Fræðslunefnd - 117

Málsnúmer 1611001FVakta málsnúmer

Fundargerð 117. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Hrund Pétursdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 117 Lögð er fram tillaga um að Tröllaborg verði lokuð frá 3. júlí til 8. ágúst og Birkilundur verði lokaður frá 10. júlí til 11. ágúst. Einnig er lögð fram tillaga um að leikskólanum Ársölum verði ekki lokað yfir sumartíma. Í lok janúar verða foreldrar að skila inn bindandi svari um hvenær börn þeirra taki 4 vikna sumarfrí. Tillagan samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 117 Lagt er til að fæðis- og dvalargjöld í leik- og grunnskóla og námsgjöld í tónlistarskóla hækki um 5.5% frá og með 1. janúar 2017. Hækkunin verður sem hér segir:
    Leikskóli dvalargjöld:
    Almennt gjald hækkar úr 2.822 krónum í 2.977 krónur á klukkustund. Sérgjald hækkar úr 1.976 í 2.085 krónur á klukkustund.
    Morgun- og síðdegishressing hækkar úr 2.814 krónum í 2.969 krónur og hádegisverður hækkar úr 6.123 krónum í 6.460 krónur.
    Grunnskóli:
    Morgun- og síðdegishressing hækkar úr 189 krónum í 199 krónur og hádegisverður hækkar úr 391 krónu í 413 krónur. Stök máltíð í hádegi hækkar úr 509 krónum í 537 krónur.
    Tónlistarskóli:
    Mánaðargjald í Suzukideild og grunnnámi, hálfu námi, hækkar úr 5.379 kr. í 5.675 krónur og í fullu námi hækkar gjaldið úr 8.068 kr. í 8.512 krónur.
    Mið- og framhaldsnám hækkar úr 9.501 kr. í 10.024 krónur á mánuði.
    Hljófæragjald hækkar úr 11.178 kr. í 11.793 krónur.
    Reglur er að öðru leyti óbreyttar.
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 117 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04, fræðslumál, fyrir árið 2017. Niðurstaða áætlunar er kr. 1.734.769.402 en útgefinn rammi gerði ráð fyrir 1.727.587.000. Mismunur 7.182.402. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Formaður f.h. nefndarinnar þakkar starfsmönnum fræðsluþjónustu fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við gerð þessarar áætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar fræðslunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

30.Skipulags- og byggingarnefnd - 293

Málsnúmer 1608013FVakta málsnúmer

Fundargerð 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Sigurpáll Þ Aðalsteinsson kt. 081170-5419 og Kristín Elfa Magnúsdóttir kt.230476-5869 óska eftir að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 12 við Kleifatún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Fyrir liggur yfirlitsuppdráttur sem sýnir breytta lóðarstærð fyrir Aðalgötu 16b og einnig nýja lóð fyrir svokallað "Maddömukot" Yfirlitsuppdráttur dagsettur 28.09.2016. Samkvæmt uppdrættinum verður lóðin Aðalgata 16b 1.398 m2 og lóðin fyrir "Maddömukotið" 221 m2.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta lóðarstærð Aðalgötu 16b og stofnun lóðar fyrir svokallað "Maddömukot".
    Skipulags- og byggingarfullrúa falið að stofna lóðirnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Olíuverslun Íslands hf óskar eftir leyfi fyri afgreiðsluplani, eldsneytisdælu og olíuskilju vegna olíuafgreiðslu í Aðalgötu 22. Meðfylgjandi yfirlitsuppdráttur ef gerður hjá Stoð ehf af Þórði K. Gunnarssyni. Umbeðin mannvirki eru utan lóðarinnar Aðalgata 22. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Uppbygging bensínstöðvar á þessum stað samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins. Olíuverslun Íslands hefur áður verið bent á heppilegar lóðir til að byggja bensínstöð á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd er nú sem endra nær tilbúin í þær viðræður. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Fyrir er tekin umsókn Búhölda um lóðir við Laugarún 21-23, 25-27 og 29-31 á Sauðárkróki Erindið var tekið fyrir í Byggðarráði 8. september sl. og þar m.a bókað:
    "Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til Búhölda hsf. til byggingar þriggja parhúsa í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um húsnæðismál. Einnig vill byggðarráð beina því til skipulags- og byggingarnefndar að úthluta félaginu þegar tilbúnum lóðum."
    Í umsókn Búhölda kemur fram að fyrirhugað sé að byggja þrjú parhús, eftir sömu teikningu og Búhöldar hafa byggt eftir undanfarin ár.
    Í skipulagi er gert ráð fyrir að við Laugartún 21-23 og 25-27 verði byggð hús á tveimur hæðum. Lóð nr. 29-31 er ekki til við götuna.
    Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn Búhölda um lóðir við Laugatún en bendir á að lausar eru til umsóknar parhúsalóðir við Iðutún 1-3, 5-7 og 9-11.
    Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Lagt fram bréf dagsett 1. október 2016 frá íbúum við Laugatún 14-32 sem búa í fasteignum Búhölda hsf. Vilja þeir koma á framfæri að þeir vænti þess að þau hús sem eftir er að byggja við Laugatún verði á einni hæð svo þeir geti notið kvöldsólarinnar við hús sín. Ofangreindu erindi samþykkti Byggðarráð á fundi 6. október sl. að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að samkvæmt skipulagi verða byggð tveggja hæða hús vestan Laugatúns. Slík hús varpa ekki skugga á íbúðir austan götunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna hvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir ánægju sinni með þessa niðurstöðu og mun í framhaldinu halda vinnufund til að koma verkefninu af stað. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Sigurlína Kr. Kristinsdóttir kt. 130158-3669 eigandi jarðarinnar Lunds (landnr. 146852) í Stíflu sækir um leyfi til þess að skipta hluta úr landi jarðarinnar. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 771702, dags. 29. sept. 2016. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146852. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Hannes Þorbjörn Friðriksson kt. 280355-5349 eigandi jarðarinnar Helluland land (landnr. 202496) í Hegranesi, sækir um leyfi til þess að skipta hluta úr landi jarðarinnar. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 740701, dags. 10. okt. 2016. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Ásbjörn Svavar Ásgeirsson kt. 130463-4289 og Sigríður Sunneva Pálsdóttir kt. 150570-4849, eigendur einbýlishússins númer 12 við Fornós á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags - og byggingarnefndar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 4,0 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu -og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við breikkun innkeyrslu við Fornós 12. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að innkeyrslan að lóðinni verði breikkuð um allt að 2 m til suðurs. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Oddný Finnbogadóttir kt. 111148-2369 eigandi einbýlishússins númer 4 við Smáragrund á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags - og byggingarnefndar til að fá að gera nýja innkeyrslu inn á lóðina. Fyrirhuguð innkeyrsla er frá Smáragrund, í suðurmörkum lóðarinnar, breidd 3,50 m. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að leita umsagnar íbúa í Smáragrund 6. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Fyrir fundinum liggja drög að byggingarskilmálum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem fundurinn gerði á þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Magnús Pétursson kt. 200256-5739 eigandi jarðarinnar Hrauns landnúmer 146545, í Sléttuhlíð sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir mykjutank við fjósið á Hrauni. Staðsening skv. meðfylgjandi uppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni, dags. 6. september 2016. Númer uppdráttar S01 í verki nr. 7272. Fyrir liggja umsagnir Skagafjarðarveitna og Minjavarðar Norðurlands vestra sem ekki gera athugasemd við staðsetningu tanksins. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi jarðarinnar Breiðargerði landnúmer 146154, sækir um stöðuleyfi fyrir 18 m² gám á jörðinni. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið stöðuleyfi. Stöðuleyfi veitt til eins árs eða til 20. október 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 293. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 34. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 34. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 35. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 37. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 293 36. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 37. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016.

31.Byggðarráð Skagafjarðar - 762

Málsnúmer 1610023FVakta málsnúmer

Fundargerð 762. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 762 Byggðarráð samþykkir að stofnframlag og viðbótarframlag frá Sveitarfélaginu Skagafirði til byggingar átta leiguíbúða á vegum Skagfirskra leiguíbúða hses. verði annars vegar á formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og hins vegar með beinu viðbótarfjárframlagi til að mæta kröfu um 16% hlutfall stofnframlags (12% stofnframlag og 4% viðbótarframlag) sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna. Bókun fundar Afgreiðsla 762. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 762 Lagt fram bréf dagsett 10. október 2016 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 þar sem sótt er um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna viðbyggingar við félagsheimili Oddfellowreglunnar, Víðigrund 5. Vísað er til 6. gr. samþykkta sveitarfélagsins um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld, nr. 1300/2013.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður 30% af útgefnum reikningi vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 762. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 762 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom á fundinn og kynnti starfsemi stofunnar. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið nefndarmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Gunnsteinn Björnsson, Viggó Jónsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir, svo og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri. Bókun fundar Afgreiðsla 762. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 762 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom á fundinn og kynnti skýrslu Flugklasans Air 66N. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið nefndarmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Gunnsteinn Björnsson, Viggó Jónsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir, svo og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri. Bókun fundar Afgreiðsla 762. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 762 Lagður fram kaupsamningur og afsal um fasteignina Víðigrund 22, Sauðárkróki, fastanúmer 213-2399. Seljandi er Óli Þór Ásmundsson og kaupandi Sveitarfélagið Skagafjörður. Fjárheimild fyrir kaupunum er í fjárhags- og fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins árið 2016.
    Byggðarráð samþykkir að kaupa fasteignina Víðigrund 22, fastanúmer 213-2399.
    Bókun fundar Afgreiðsla 762. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • 31.6 1610321 Borgarflöt 1 - sala
    Byggðarráð Skagafjarðar - 762 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Borgarflöt 1, fastanúmer 213-1287, til sölu. Gert er ráð fyrir sölu fasteignarinnar í fjárhagsáætlun ársins 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 762. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 762 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var 23. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 762. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

32.Umhverfis- og samgöngunefnd - 122

Málsnúmer 1611007FVakta málsnúmer

Fundargerð 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Erindi frá Drangey, Smábátafélagi Skagafjarðar, vegna Hofsóshafnar tekið fyrir á fundinum.
    Í erindinu lýsir smábátafélagið tillögum um endurbætur á grjótvörn til að skapa betri kyrrð og aukið legurými innan hafnarinnar.
    Formanni og sviðstjóra falið að kynna málið fyrir Siglingasviði Vegagerðarinnar og vinna að frekari útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 08 - Hreinlætismál.
    Nefndin samþykkir áætlunina með fyrirvara um gjaldskrárhækkanir og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - Umferðar- og samgöngumál.
    Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 11 - Umhverfismál.
    Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 53 - Fráveita.
    Nefndin samþykkir áætlunina með fyrirvara um gjaldskrárhækkanir og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Tekin var fyrir gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds fyrir árið 2017.
    Nefndin samþykkir 5,5% hækkun á gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Tekin var fyrir gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa fyrir árið 2017.
    Nefndin samþykkir 5,5% gjaldskrárhækkun að undanskildu fráveitugjaldi og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 122 Tekin var fyrir gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2017.
    Nefndin samþykkir 5,5% gjaldskrárhækkun og vísar gjaldskránni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.

33.Veitunefnd - 29

Málsnúmer 1610021FVakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

34.Veitunefnd - 30

Málsnúmer 1611009FVakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 30 Fjárhagsáætlun fyrir Skagafjarðarveitur fyrir árið 2017 lögð fram.
    Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar veitunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 30 Lögð voru fyrir fundinn drög að nýframkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2017.
    Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar veitunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 30 Ræddar voru gjaldskrárbreytingar hitaveitu og vatnsveitu.
    Nefndin leggur til að lágmarks vatnsgjald vatnsveitu verði hækkað úr 40kr/m3 í 41,2kr/m3 og hámarks vatnsgjald úr 47,75kr/m3 í 49,20kr/m3. Einnig er lagt til að notkunargjald, mælaleiga og heimæðargjöld vatnsveitu hækki um 5%.
    Nefndin leggur til að gjaldskrá hitaveitu verði ekki hækkuð.
    Vísað til Byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar veitunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 30 Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Langholtinu eru hafnar og verið er að vinna í heildaráætlun á ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði í samvinnu við Mílu ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar veitunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 30 Farið var yfir stöðu mælavæðingar þéttbýlis og niðurstöður álestra af nýjum mælum. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar veitunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 30 Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við Verið - Hólaskóla vegna sjóveitu.
    Nefndin samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá samningi sem mun gilda frá og með 1. janúar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar veitunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum
  • Veitunefnd - 30 Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi vegna nýtingar á hitaveituholu við Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi.
    Nefndin samþykkir drögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningi við landeiganda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar veitunefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum

35.Nefndalaun 1. nóv 2016 - hækkun þingfararkaups

Málsnúmer 1611009Vakta málsnúmer

Vísað frá 763. fundi byggðarráðs, 10. nóvember 2016.



"Samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá eru viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað sett sem hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l."



Ofangreind bókun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæum.

36.Útsvarshlutfall árið 2017

Málsnúmer 1611028Vakta málsnúmer

Vísað frá 763. fundi byggðarráðs þann 10. nóvember 2016.



"Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2017 í Sveitarfélaginu Skagafirði verði óbreytt, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni."



Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

37.Gjaldskrá 2017 - hunda- og kattahald

Málsnúmer 1611097Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.



Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, þá Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri.



Gjaldskrá 2017 fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

38.Gjaldskrá 2017 - Fráveita og rotþrær

Málsnúmer 1611096Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.



Gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

39.Gjaldskrá 2017 - Sorpurðun og sorphirða

Málsnúmer 1611095Vakta málsnúmer

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.



Gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.