Fara í efni

Hafnarskilyrði Hofsóshafnar - erindi frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar.

Málsnúmer 1610018

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 122. fundur - 10.11.2016

Erindi frá Drangey, Smábátafélagi Skagafjarðar, vegna Hofsóshafnar tekið fyrir á fundinum. Í erindinu lýsir smábátafélagið tillögum um endurbætur á grjótvörn til að skapa betri kyrrð og aukið legurými innan hafnarinnar. Formanni og sviðstjóra falið að kynna málið fyrir Siglingasviði Vegagerðarinnar og vinna að frekari útfærslu.