Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

122. fundur 10. nóvember 2016 kl. 15:30 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hafnarskilyrði Hofsóshafnar - erindi frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar.

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Erindi frá Drangey, Smábátafélagi Skagafjarðar, vegna Hofsóshafnar tekið fyrir á fundinum. Í erindinu lýsir smábátafélagið tillögum um endurbætur á grjótvörn til að skapa betri kyrrð og aukið legurými innan hafnarinnar. Formanni og sviðstjóra falið að kynna málið fyrir Siglingasviði Vegagerðarinnar og vinna að frekari útfærslu.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - Hreinlætismál 08

Málsnúmer 1611080Vakta málsnúmer

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 08 - Hreinlætismál. Nefndin samþykkir áætlunina með fyrirvara um gjaldskrárhækkanir og vísar til Byggðarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2017 - Umferðar- og samgöngumál 10

Málsnúmer 1611081Vakta málsnúmer

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - Umferðar- og samgöngumál.Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - Umhverfismál 11

Málsnúmer 1611082Vakta málsnúmer

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 11 - Umhverfismál.Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.

5.Fjárhagsáætlun 2017 - Fráveita 53

Málsnúmer 1611086Vakta málsnúmer

Lögð var fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun málaflokks 53 - Fráveita. Nefndin samþykkir áætlunina með fyrirvara um gjaldskrárhækkanir og vísar til Byggðarráðs.

6.Gjaldskrá 2017 - hunda- og kattahald

Málsnúmer 1611097Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds fyrir árið 2017. Nefndin samþykkir 5,5% hækkun á gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.

7.Gjaldskrá 2017 - Fráveita og rotþrær

Málsnúmer 1611096Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa fyrir árið 2017.Nefndin samþykkir 5,5% gjaldskrárhækkun að undanskildu fráveitugjaldi og vísar til Byggðarráðs.

8.Gjaldskrá 2017 - Sorpurðun og sorphirða

Málsnúmer 1611095Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2017.Nefndin samþykkir 5,5% gjaldskrárhækkun og vísar gjaldskránni til Byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:50.