Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 236

Málsnúmer 1610019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016

Fundargerð 236. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 02 og 06 ásamt ramma fjárhagsáætlunar sem samþykktur var í sveitarstjórn 26. október s.l. Jafnframt var farið yfir þær gjaldskrár og reglur sem í gildi eru fyrir þessa málaflokka. Samþykkt að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Tekið fyrir erindi frá íþróttakennurum á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir auknum fjármunum til að endurnýja gömul og slitin tæki í íþróttahúsi á Sauðárkróki. Tekið er fram að þessir aðilar hafa fengið loforð um styrk að upphæð 2.5 milljónir króna frá fyrirtækjum á svæðinu. Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Lögð fram umsókn frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks um gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsi í upphafi aðventu vegna jólahlaðborðs sem klúbburinn býður til, íbúum að kostnaðarlausu. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Erindi þetta var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar þar sem forstöðumanni frístunda- og íþróttamála var falið að leggja fram tillögur að hjólabrettagarði. Nefndin samþykkir að fela forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að vinna málið áfram og leita eftir samstarfi við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs með tilliti til staðsetningar o.þ.h. Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 236 Lagðar fram að nýju tillögur að reglum um Dagdvöl. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

    Jafnframt var lagt fram bréf frá yfirlækni Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki, Þorsteini Þorsteinssyni, þar sem hann lýsir brýnni þörf fyrir fjölgun rýma í Dagdvöl aldraðra, einkum og sér í lagi fyrir fólk með heilabilun. Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum sviðsins að sækja um fjölgun rýma til Velferðarráðuneytisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 236. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.