Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2017 vinnugögn
Málsnúmer 1610023
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 236. fundur - 01.11.2016
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 02 og 06 ásamt ramma fjárhagsáætlunar sem samþykktur var í sveitarstjórn 26. október s.l. Jafnframt var farið yfir þær gjaldskrár og reglur sem í gildi eru fyrir þessa málaflokka. Samþykkt að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 116. fundur - 01.11.2016
Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 lögð fram og rædd. Nefndin felur starfsmönnum að vinna áfram að gerð áætlunarinnar fyrir málaflokkinn til seinni umræðu. Ýmsar forsendur eru enn óljósar, svo sem gjaldskrárhækkanir, kjarasamningar o.fl.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 237. fundur - 15.11.2016
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 02 og 06. Niðurstöðutölur fyrir málaflokk 02, almenna og sértæka félagsþjónustu er 616.747.582 krónur sem er 845.418 krónum undir útgefnum ramma. Niðurstöðutala fyrir málaflokk 06, frístunda- og íþróttamál er 345.011.049 krónur sem er 593.951 krónum undir ramma. Áætlunin samþykkt og henni vísað til byggðarráðs.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 117. fundur - 15.11.2016
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04, fræðslumál, fyrir árið 2017. Niðurstaða áætlunar er kr. 1.734.769.402 en útgefinn rammi gerði ráð fyrir 1.727.587.000. Mismunur 7.182.402. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Formaður f.h. nefndarinnar þakkar starfsmönnum fræðsluþjónustu fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við gerð þessarar áætlunar.