Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

116. fundur 01. nóvember 2016 kl. 14:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi akrahrepps
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir skólafulltrúi
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Jóhann Bjarnason skólastjóri grunnskóla
  • Anna Jóna Guðmundsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Eyrún Berta Guðmundsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Ólafur Atli Sindrason áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Kristín Halla Bergsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Anna Jóna Guðmundsdóttir, Eyrún Berta Guðmundsdóttir og Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-4. Jóhann Bjarnason og Ólafur Sindrason sátu fundinn undir liðum 1 og 3-6.

1.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2017 vinnugögn

Málsnúmer 1610023Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 lögð fram og rædd. Nefndin felur starfsmönnum að vinna áfram að gerð áætlunarinnar fyrir málaflokkinn til seinni umræðu. Ýmsar forsendur eru enn óljósar, svo sem gjaldskrárhækkanir, kjarasamningar o.fl.

2.Sumarlokanir leikskóla 2017

Málsnúmer 1610291Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir það skipulag sem viðhaft hefur verið vegna sumarleyfa og lokunar leikskóla í Skagafirði, en tvö síðastliðin sumur hafa leikskólarnir Birkilundur og Tröllaborg verið lokaðir í fjórar til fimm vikur en í Ársölum hefur verið lokað í tvær vikur. Endurmeta þarf þessa lokun í Ársölum fyrir næsta ár. Málið verður tekið upp aftur á næsta fundi nefndarinnar.

3.Dagur helgaður mannréttindum barna

Málsnúmer 1610191Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem hvatt er til þess að framvegis verði 20. nóvember helgaður mannréttindum barna, en árið 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi. Í ár ber 20. nóvember upp á helgidag og því var ákveðið að halda upp á þennan dag þann 18. nóvember n.k. Fræðslunefnd hvetur skóla Skagafjarðar til að helga þennan dag mannréttindum barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki sáttmálann.

4.Umsókn um ytra mat leikskóla

Málsnúmer 1610268Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun þar sem boðið er upp á að sækja um að láta fram fara ytra mat á leikskólum Skagafjarðar. Ytra mat hefur nýlega farið fram fyrir Ársali en ákveðið að sækja um fyrir Tröllaborg og Birkilund.

5.Breytingar á grunnskólalögum

Málsnúmer 1610052Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um breytingar á grunnskólalögum, þar sem m.a. er gerð sú breyting að í stað hugtaksins ,,sérfræðiþjónusta" í lögum verður hugtakið ,,skólaþjónusta" notað.

6.Kóðinn 1.0 og smátölvan Microbit - samstarfsverkefni um eflingu forritunarkunnáttu grunnskólabarna

Málsnúmer 1610056Vakta málsnúmer

Kynnt erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem skólum er boðið að sækja um að fá afhent sér að kostnaðarlausu forritunartæki fyrir alla nemendur 6. og 7. bekkjar, svo kallaða Micro:bit smátölvu. Markmiðið er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna og auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, eins að efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni- og iðngreinum. Grunnskólar Skagafjarðar hafa þegar sótt um að fá tækið afhent fyrir sína nemendur.

Fundi slitið - kl. 16:00.