Fara í efni

Kóðinn 1.0 og smátölvan Microbit - samstarfsverkefni um eflingu forritunarkunnáttu grunnskólabarna

Málsnúmer 1610056

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 116. fundur - 01.11.2016

Kynnt erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem skólum er boðið að sækja um að fá afhent sér að kostnaðarlausu forritunartæki fyrir alla nemendur 6. og 7. bekkjar, svo kallaða Micro:bit smátölvu. Markmiðið er að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna og auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, eins að efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni- og iðngreinum. Grunnskólar Skagafjarðar hafa þegar sótt um að fá tækið afhent fyrir sína nemendur.