Dagur helgaður mannréttindum barna
Málsnúmer 1610191
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 116. fundur - 01.11.2016
Tekið fyrir erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem hvatt er til þess að framvegis verði 20. nóvember helgaður mannréttindum barna, en árið 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi. Í ár ber 20. nóvember upp á helgidag og því var ákveðið að halda upp á þennan dag þann 18. nóvember n.k. Fræðslunefnd hvetur skóla Skagafjarðar til að helga þennan dag mannréttindum barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki sáttmálann.