Fara í efni

Sumarlokanir leikskóla 2017

Málsnúmer 1610291

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 116. fundur - 01.11.2016

Formaður fór yfir það skipulag sem viðhaft hefur verið vegna sumarleyfa og lokunar leikskóla í Skagafirði, en tvö síðastliðin sumur hafa leikskólarnir Birkilundur og Tröllaborg verið lokaðir í fjórar til fimm vikur en í Ársölum hefur verið lokað í tvær vikur. Endurmeta þarf þessa lokun í Ársölum fyrir næsta ár. Málið verður tekið upp aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016

Lögð fram til kynningar bókun 117. fundar fræðslunefndar vegna sama máls undir málsnúmerinu 1611122.