Byggðarráð Skagafjarðar - 764
Málsnúmer 1611010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016
Fundargerð 763. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 348. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 09.11. 2016, frá Tómasi Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6, 550 Sauðárkróki f.h. Stá ehf., kt. 520997-2029. Óskað er eftir breytingu á rekstrarleyfi Ólafshúss, veitingastaður flokkur III með heimilaðan veitingatíma til kl.01:00 alla daga; þó til kl.03:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags, einnig annan dag jóla frá 23:00 til 03:00 aðfaranótt nýársdags, föstudagsins langa og páskadag frá kl.00:00 til 04:00. Núverandi leyfi veitingastaður flokkur II með heimilaðan veitingatíma til kl.23:00 alla daga; þó til kl.01:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 122. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Gjaldskrá 2017 - hunda- og kattahald. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 122. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 Gjaldskrá 2017 - Fráveita og rotþrær. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 122. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirðifrá og með 1. janúar 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði hækkuð um 5,5% frá núgildandi gjaldskrá.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 Gjaldskrá 2017 - Sorpurðun og sorphirða. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ verði á árinu 2017 1.600 kr. fyrir einstaklinga, 1.200 kr. fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri. Nefndin samþykkti jafnframt að á árinu 2018 verði aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ 1.700 kr. fyrir einstaklinga, 1.300 kr. fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri.
Bjarni Jónsson gerir tillögu um að aðgangseyrir fyrir hópa verði 1.500 kr. pr. mann á árinu 2018.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögu Bjarna Jónssonar til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.20 Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2017. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga verði óbreytt á árinu 2017 frá því sem nú er.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2017. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar tillögu um að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga breytist þannig að almennt lánþegagjald á Héraðsbókasafni Skagfirðinga verði hækkað í 2.500 kr. og að árgjald stofnana og skóla verðið hækkað í 5.000 kr. frá og með 1. janúar 2017. Aðrir liðir í gildandi gjaldskrá taki ekki breytingum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2017. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá leikskóla vegna fæðis- og dvalargjalda hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar hennni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.23 Gjaldskrá leikskóla. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá grunnskóla vegna fæðis- og dvalargjalda hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 24 Gjaldskrá gunnskóla. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Með tilvísun í mál 1611120 frá 117. fundi fræðslunefndar þá samþykkti nefndin að gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 5,5% frá og með 1. janúar 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 25 Gjaldskrá tónlistarskóla. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um að greiðsluviðmið verði óbreytt frá því sem nú er, í reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.26 Reglur 2017 um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn á árinu 2017, í samræmi við 21. og 55. grein laga nr. 59/1992.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 27 Greiðslur 2017 vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar árið 2017 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og verið hefur og miðast við bætur eins og þær eru í nóvembermánuði 2016, þ.e. 202.054 kr. Grunnupphæð hækki því í 161.643 kr. frá og með 1. janúar 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 28 Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2017. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2017 frá því sem nú er.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 29 Heimaþjónusta Gjaldskrá 2017. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.30 Niðurgreiðsla dagvist barna á einkaheimilum 2017. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 31 Gjaldskrá 2017 Dagdvöl aldraðra. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um laun barna í vinnuskóla og ungmenna í V.I.T. verkefni á árinu 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 32 Vinnuskólalaun 2017. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki í Skagafirði frá 1. janúar 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 33 Gjaldskrár 2017 - íþróttamannvirki. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu að gjaldskrá fyrir fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 34 Gjaldskrá 2017 - Hús frítímans Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Vísað til byggðarráðs frá 236. fundi félags- og tómstundanefndar reglum um dagdvöl aldraðra.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt tekur byggðarráð undir bókun félags- og tómstundanefndar varðandi fjölgun dvalarrýma. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 35 Dagdvöl aldraðra sept 2016. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lögð fram drög að reglum um veitingu stofnframlaga skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa reglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og leggja fyrir fund ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Málið áður á dagskrá 763. fundar byggðarráðs og varðar umsögn um um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.
Byggðarráð vill jafnframt leggja fram eftirfarandi athugasemdir:
Almennt: Í umræðu um breytingar á regluverki sem snúa að leyfisveitingum til veitinga- og gististaða var lagt upp með einföldun á kerfinu. Vandséð er að þau drög sem gerð eru hér athugasemdir við leiði til einföldunar. Leiðin sem boðuð er, er um margt flóknari og óskýrari en núgildandi reglur og á það sérstaklega við um minnstu gististaðina, heimagistingu. Fyrirhugað er að auka kröfur á sveitarstjórnir í umsýslu með umsagnir þ.e. taka saman gögn frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa og sameina umsögn frá framangreindum aðilum sem síðan verði skilað til sýslumanns. Samhliða aukinni vinnu sveitarfélaga, þá boðar reglugerðin minnkaðar tekjur til sveitarfélaganna. Ótímabundin rekstrarleyfi geta mögulega hamlað því að skipulagsyfirvöld geti gripið inn í starfsemi skemmti- og gististaða sem hafa neikvæð áhrif á næsta nágrenni.
Til raunverulegrar einföldunar, þá er lagt til að sú útfærsla verði skoðuð að sveitarfélögin eða stofnun á vegum sveitarfélaga gefi út eitt tímabundið starfsleyfi þar sem inni verði umsögn/leyfi þeirra stofnana sem reknar eru á vegum sveitarfélaga þ.e. bruna-, heilbrigðiseftirlit og skipulags og byggingarfulltrúa. Sýslumenn geta þá í framhaldinu gefið út sitt leyfi og kallað eftir sjálfkrafa í gagnagrunna ríkisins hvort að leyfisumsækjandi uppfylli þau skilyrði sem sett eru 25 gr. í liðum b,c,d,e,f,g,j, eftir því sem við á.
Umfjöllun um einstaka greinar:
Í fyrstu málsgrein 12 gr. má ráða að heimagisting eins og hún er skilgreind í reglugerðinni teljist ekki atvinnuhúsnæði og mun sú breyting leiða til lækkaðra fasteignagjalda fyrir sveitarfélagið af viðkomandi fasteignum.
Í 26. gr. koma fram auknar kröfur á sveitarstjórn um umsýslu með umsagnir þ.e. að afla umsagna frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa innan síns sveitarfélags og skila sameinaðri umsöng frá þeim.
Í greinum 13 gr., 38 gr., og 39 gr. er fjallað um skilgreiningu, skráningu og eftirlit með heimagistingu, sem miðast við skemmri útleigu á fasteign, en samanlagt í 90 daga. Fyrirsjáanlegt er að það verður mjög erfitt fyrir yfirvöld að færa sönnur á ef upp kemur grunur um að aðili sé kominn langt út fyrir þau mörk sem getið er um í 13 gr. Þess ber að geta að viðkomandi heimagisting þarf eftir sem áður starfsleyfi frá viðkomandi Heilbrigðisnefnd sbr. reglugerð 941/2002. Vandséð er að það sé árangursríkt eða hvað þá hagkvæmt að hafa einn eftirlitsaðila Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu með allri heimagistingu vítt og breitt um landið.
Í fjölmörgum greinum í II kafla reglugerðarinnar er ýmis upptalning á búnaði gististaða m.a. stærð rúma , lampa, sápu og vatnsglas ofl. Varla er það skynsamleg verkaskipting að vera með lögreglu og sýslumenn í að fylgja eftir framangreindum þáttum. Nær væri að koma umræddum kröfum fyrir í hollustháttareglugerð þar sem heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa nú þegar reglulegt eftirlit með viðkomandi starfsemi.
Það er ósk að sveitarfélagsins að áður en farið verði í útgáfu reglugerðarinnar verði leitast við að svara eftirfarandi þáttum:
a) Lagt verði mat á hve tekjur sveitarfélaga skerðast mikið vegna minnkaðra fasteignagjalda sbr. 12 gr.
b) Fá mat á kostnað við gerð og reksturs miðlægs gagnagrunns og eftirlit Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, með heimagistingu vítt og breitt um landið sbr. 39. gr.
Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lagt fram bréf dagsett 26. október 2016 frá vinabæ sveitarfélagsins í Noregi, þar sem fram kemur að Kongsberg mun ekki senda jólatré til sveitarafélagsins frá og með árinu 2017.
Byggðarráð þakkar Kongsberg fyrir þann hlýhug sem sýndur hefur verið í áratugi með því að senda jólatré að gjöf til íbúa sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2017-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lögð fram til kynningar bókun 117. fundar fræðslunefndar vegna sama máls undir málsnúmerinu 1611122. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Nóra ? skráningar- og greiðslukerfi. Bókun fundar Afgreiðsla 763. fundar byggðarráðs staðfest á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 764 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 20. október 2016. Bókun fundar Fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 20. október 2016 lögð fram til kynningar á 348. fundi sveitarstjórnar 23. nóvember 2016