Heimaþjónusta Gjaldskrá 2017
Málsnúmer 1611041
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016
Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2017 frá því sem nú er.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016
Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016 tillögu um að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2017 frá því sem nú er.
Tillaga um óbreytta gjaldskrá heimaþjónustu fyrir árið 2017 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Tillaga um óbreytta gjaldskrá heimaþjónustu fyrir árið 2017 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
a Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2017 verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2017 með 8% persónuálagi, 13,04 % orlofi og 25% launatengdum gjöldum, kr. 2.868.
b Verði breytingar á mótframlagi í lífeyrissjóð skal þessi upphæð endurskoðuð.
c Undanþegnir gjaldskyldu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en framfærsluviðmið, eins og sú upphæð verður ákvörðuð af TR í janúar 2017, (ellilífeyrir/örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka uppbót frá almannatryggingum.) Einnig þeir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka.
d Upphæðir tímagjalds og viðmiðunarmarka verði reiknaðar þegar ákvörðun TR um upphæð lífeyrisbóta liggja fyrir og lagðar fram til staðfestingar í Félags- og tómstundanefnd/Byggðaráði.
Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.