Drög að reglugerð um heimagistingu o.fl.
Málsnúmer 1611044
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 763. fundur - 10.11.2016
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. nóvember 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er að sambandið muni senda umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sveitarfélögum sem ekki ætla að senda sérstaka umsögn er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri við sambandið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016
Málið áður á dagskrá 763. fundar byggðarráðs og varðar umsögn um um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.
Byggðarráð vill jafnframt leggja fram eftirfarandi athugasemdir:
Almennt: Í umræðu um breytingar á regluverki sem snúa að leyfisveitingum til veitinga- og gististaða var lagt upp með einföldun á kerfinu. Vandséð er að þau drög sem gerð eru hér athugasemdir við leiði til einföldunar. Leiðin sem boðuð er, er um margt flóknari og óskýrari en núgildandi reglur og á það sérstaklega við um minnstu gististaðina, heimagistingu. Fyrirhugað er að auka kröfur á sveitarstjórnir í umsýslu með umsagnir þ.e. taka saman gögn frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa og sameina umsögn frá framangreindum aðilum sem síðan verði skilað til sýslumanns. Samhliða aukinni vinnu sveitarfélaga, þá boðar reglugerðin minnkaðar tekjur til sveitarfélaganna. Ótímabundin rekstrarleyfi geta mögulega hamlað því að skipulagsyfirvöld geti gripið inn í starfsemi skemmti- og gististaða sem hafa neikvæð áhrif á næsta nágrenni.
Til raunverulegrar einföldunar, þá er lagt til að sú útfærsla verði skoðuð að sveitarfélögin eða stofnun á vegum sveitarfélaga gefi út eitt tímabundið starfsleyfi þar sem inni verði umsögn/leyfi þeirra stofnana sem reknar eru á vegum sveitarfélaga þ.e. bruna-, heilbrigðiseftirlit og skipulags og byggingarfulltrúa. Sýslumenn geta þá í framhaldinu gefið út sitt leyfi og kallað eftir sjálfkrafa í gagnagrunna ríkisins hvort að leyfisumsækjandi uppfylli þau skilyrði sem sett eru 25 gr. í liðum b,c,d,e,f,g,j, eftir því sem við á.
Umfjöllun um einstaka greinar:
Í fyrstu málsgrein 12 gr. má ráða að heimagisting eins og hún er skilgreind í reglugerðinni teljist ekki atvinnuhúsnæði og mun sú breyting leiða til lækkaðra fasteignagjalda fyrir sveitarfélagið af viðkomandi fasteignum.
Í 26. gr. koma fram auknar kröfur á sveitarstjórn um umsýslu með umsagnir þ.e. að afla umsagna frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa innan síns sveitarfélags og skila sameinaðri umsöng frá þeim.
Í greinum 13 gr., 38 gr., og 39 gr. er fjallað um skilgreiningu, skráningu og eftirlit með heimagistingu, sem miðast við skemmri útleigu á fasteign, en samanlagt í 90 daga. Fyrirsjáanlegt er að það verður mjög erfitt fyrir yfirvöld að færa sönnur á ef upp kemur grunur um að aðili sé kominn langt út fyrir þau mörk sem getið er um í 13 gr. Þess ber að geta að viðkomandi heimagisting þarf eftir sem áður starfsleyfi frá viðkomandi Heilbrigðisnefnd sbr. reglugerð 941/2002. Vandséð er að það sé árangursríkt eða hvað þá hagkvæmt að hafa einn eftirlitsaðila Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu með allri heimagistingu vítt og breitt um landið.
Í fjölmörgum greinum í II kafla reglugerðarinnar er ýmis upptalning á búnaði gististaða m.a. stærð rúma , lampa, sápu og vatnsglas ofl. Varla er það skynsamleg verkaskipting að vera með lögreglu og sýslumenn í að fylgja eftir framangreindum þáttum. Nær væri að koma umræddum kröfum fyrir í hollustháttareglugerð þar sem heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa nú þegar reglulegt eftirlit með viðkomandi starfsemi.
Það er ósk að sveitarfélagsins að áður en farið verði í útgáfu reglugerðarinnar verði leitast við að svara eftirfarandi þáttum:
a) Lagt verði mat á hve tekjur sveitarfélaga skerðast mikið vegna minnkaðra fasteignagjalda sbr. 12 gr.
b) Fá mat á kostnað við gerð og reksturs miðlægs gagnagrunns og eftirlit Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, með heimagistingu vítt og breitt um landið sbr. 39. gr.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.
Byggðarráð vill jafnframt leggja fram eftirfarandi athugasemdir:
Almennt: Í umræðu um breytingar á regluverki sem snúa að leyfisveitingum til veitinga- og gististaða var lagt upp með einföldun á kerfinu. Vandséð er að þau drög sem gerð eru hér athugasemdir við leiði til einföldunar. Leiðin sem boðuð er, er um margt flóknari og óskýrari en núgildandi reglur og á það sérstaklega við um minnstu gististaðina, heimagistingu. Fyrirhugað er að auka kröfur á sveitarstjórnir í umsýslu með umsagnir þ.e. taka saman gögn frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa og sameina umsögn frá framangreindum aðilum sem síðan verði skilað til sýslumanns. Samhliða aukinni vinnu sveitarfélaga, þá boðar reglugerðin minnkaðar tekjur til sveitarfélaganna. Ótímabundin rekstrarleyfi geta mögulega hamlað því að skipulagsyfirvöld geti gripið inn í starfsemi skemmti- og gististaða sem hafa neikvæð áhrif á næsta nágrenni.
Til raunverulegrar einföldunar, þá er lagt til að sú útfærsla verði skoðuð að sveitarfélögin eða stofnun á vegum sveitarfélaga gefi út eitt tímabundið starfsleyfi þar sem inni verði umsögn/leyfi þeirra stofnana sem reknar eru á vegum sveitarfélaga þ.e. bruna-, heilbrigðiseftirlit og skipulags og byggingarfulltrúa. Sýslumenn geta þá í framhaldinu gefið út sitt leyfi og kallað eftir sjálfkrafa í gagnagrunna ríkisins hvort að leyfisumsækjandi uppfylli þau skilyrði sem sett eru 25 gr. í liðum b,c,d,e,f,g,j, eftir því sem við á.
Umfjöllun um einstaka greinar:
Í fyrstu málsgrein 12 gr. má ráða að heimagisting eins og hún er skilgreind í reglugerðinni teljist ekki atvinnuhúsnæði og mun sú breyting leiða til lækkaðra fasteignagjalda fyrir sveitarfélagið af viðkomandi fasteignum.
Í 26. gr. koma fram auknar kröfur á sveitarstjórn um umsýslu með umsagnir þ.e. að afla umsagna frá heilbrigðisnefnd og byggingafulltrúa innan síns sveitarfélags og skila sameinaðri umsöng frá þeim.
Í greinum 13 gr., 38 gr., og 39 gr. er fjallað um skilgreiningu, skráningu og eftirlit með heimagistingu, sem miðast við skemmri útleigu á fasteign, en samanlagt í 90 daga. Fyrirsjáanlegt er að það verður mjög erfitt fyrir yfirvöld að færa sönnur á ef upp kemur grunur um að aðili sé kominn langt út fyrir þau mörk sem getið er um í 13 gr. Þess ber að geta að viðkomandi heimagisting þarf eftir sem áður starfsleyfi frá viðkomandi Heilbrigðisnefnd sbr. reglugerð 941/2002. Vandséð er að það sé árangursríkt eða hvað þá hagkvæmt að hafa einn eftirlitsaðila Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu með allri heimagistingu vítt og breitt um landið.
Í fjölmörgum greinum í II kafla reglugerðarinnar er ýmis upptalning á búnaði gististaða m.a. stærð rúma , lampa, sápu og vatnsglas ofl. Varla er það skynsamleg verkaskipting að vera með lögreglu og sýslumenn í að fylgja eftir framangreindum þáttum. Nær væri að koma umræddum kröfum fyrir í hollustháttareglugerð þar sem heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa nú þegar reglulegt eftirlit með viðkomandi starfsemi.
Það er ósk að sveitarfélagsins að áður en farið verði í útgáfu reglugerðarinnar verði leitast við að svara eftirfarandi þáttum:
a) Lagt verði mat á hve tekjur sveitarfélaga skerðast mikið vegna minnkaðra fasteignagjalda sbr. 12 gr.
b) Fá mat á kostnað við gerð og reksturs miðlægs gagnagrunns og eftirlit Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, með heimagistingu vítt og breitt um landið sbr. 39. gr.