Fara í efni

Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2017

Málsnúmer 1611107

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 237. fundur - 15.11.2016

Lögð fram tillaga um að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar árið 2017 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og verið hefur og miðast við bætur eins og þær eru í nóvembermánuði 2016, þ.e. 202.054. Grunnupphæð hækki því í 161.643 kr. frá og með 1. janúar 2017. Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016

Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar árið 2017 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og verið hefur og miðast við bætur eins og þær eru í nóvembermánuði 2016, þ.e. 202.054 kr. Grunnupphæð hækki því í 161.643 kr. frá og með 1. janúar 2017.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar árið 2017 verði 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og verið hefur og miðast við bætur eins og þær eru í nóvembermánuði 2016, þ.e. 202.054 kr. Grunnupphæð hækki því í 161.643 kr. frá og með 1. janúar 2017.



Tillaga um grunnupphæð fjárahagsaðstoðar fyrir árið 2017, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.