Niðurgreiðsla dagvist barna á einkaheimilum 2017
Málsnúmer 1611108
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016
Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016
Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, "tillögu um niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017."
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram eftirfarandi bókuni: Með því að halda niðurgreiðslum á daggæslu barna í heimahúsum hjá dagmæðrum óbreyttum árið 2017, líkt og 2016, er verið að velta meiri kostnaði yfir á foreldra sem þurfa og nýta þjónustuna umfram almennar hækkanir og eða skerða kjör dagmæðra. Mörg yngstu barnanna sem í hlut eiga hafa ekki enn kost á leikskólaplássi. Undirritaður situr því hjá.
Tillaga un niðurgreiðslur vegna barna í heimahúsum á árinu 2017, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram eftirfarandi bókuni: Með því að halda niðurgreiðslum á daggæslu barna í heimahúsum hjá dagmæðrum óbreyttum árið 2017, líkt og 2016, er verið að velta meiri kostnaði yfir á foreldra sem þurfa og nýta þjónustuna umfram almennar hækkanir og eða skerða kjör dagmæðra. Mörg yngstu barnanna sem í hlut eiga hafa ekki enn kost á leikskólaplássi. Undirritaður situr því hjá.
Tillaga un niðurgreiðslur vegna barna í heimahúsum á árinu 2017, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.