Fara í efni

Niðurgreiðsla dagvist barna á einkaheimilum 2017

Málsnúmer 1611108

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 237. fundur - 15.11.2016

Lögð fram tillaga um; að niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017 verði óbreytt frá því sem nú er eða í samræmi við eftirfarandi: Upphæð niðurgreiðslu miðast við þann vistunartíma sem foreldrar kaupa í daggæslu, að hámarki 8 tíma daglega. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir foreldra sem eru giftir eða í sambúð er kr. 244 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 42.909 á mánuði og fyrir foreldra sem eru einstæðir eða báðir í (fullu) námi er kr. 307 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 54.102 á mánuði. Þessar upphæðir hafa verið óbreyttar frá 2009 en hækkanir á gjaldskrám dagmæðra einhverjar. Niðurgreiðsla verður aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði).
Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016

Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017.

Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016

Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, "tillögu um niðurgreiðslur vegna dagvistar barna í heimahúsum á árinu 2017."



Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram eftirfarandi bókuni: Með því að halda niðurgreiðslum á daggæslu barna í heimahúsum hjá dagmæðrum óbreyttum árið 2017, líkt og 2016, er verið að velta meiri kostnaði yfir á foreldra sem þurfa og nýta þjónustuna umfram almennar hækkanir og eða skerða kjör dagmæðra. Mörg yngstu barnanna sem í hlut eiga hafa ekki enn kost á leikskólaplássi. Undirritaður situr því hjá.



Tillaga un niðurgreiðslur vegna barna í heimahúsum á árinu 2017, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.