Greiðslur 2017 vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Málsnúmer 1611111
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016
Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn á árinu 2017, í samræmi við 21. og 55. grein laga nr. 59/1992.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016
Vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, tillögu um greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn á árinu 2017, í samræmi við 21. og 55. grein laga nr. 59/1992.
Ofangreind tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.
Ofangreind tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 14.500 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 11.200 fyrir hvern sólarhring.
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra.
Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.