Reglur 2017 um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa
Málsnúmer 1611112
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 764. fundur - 17.11.2016
Vísað til byggðarráðs frá 237. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um að greiðsluviðmið verði óbreytt frá því sem nú er, í reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 348. fundur - 23.11.2016
Þannig bókað og vísað frá 764. fundi byggðarráðs frá 17. nóvember 2016, "tillögu um að greiðsluviðmið verði óbreytt frá því sem nú er, í reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna."
Tillag um að greiðsluviðmið ofangreindra styrkja verði óbreytt, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðsluna og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna."
Tillag um að greiðsluviðmið ofangreindra styrkja verði óbreytt, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðsluna og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.
Greiðsluviðmið verða óbreytt og sem hér segir:
a. Náms- og skólagjöld. Greitt er að hámarki kr. 150.000 á ári en aldrei meira en 75% af útlögðum kostnaði.
b. Tómstundanámskeið skulu að hámarki styrkt um kr. 50.000 á ári en þó aldrei meira en 50% af útlögðum kostnaði.
c. Tölvukaup. Greitt er að hámarki kr. 120.000 en þó aldrei hærra en 75% af útlögðum kostnaði.
d. Verkfæra og tækjakaup. Hámark kr. 300.000 en aldrei meira en sem nemur 75% af útlögðum kostnaði.
Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs