Fara í efni

Sumarleyfi leikskóla 2017

Málsnúmer 1611122

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 117. fundur - 15.11.2016

Lögð er fram tillaga um að Tröllaborg verði lokuð frá 3. júlí til 8. ágúst og Birkilundur verði lokaður frá 10. júlí til 11. ágúst. Einnig er lögð fram tillaga um að leikskólanum Ársölum verði ekki lokað yfir sumartíma. Í lok janúar verða foreldrar að skila inn bindandi svari um hvenær börn þeirra taki 4 vikna sumarfrí. Tillagan samþykkt.