Gjaldskrá 2017 - Skagafjarðarveitur
Málsnúmer 1611149
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 765. fundur - 24.11.2016
Vísað til byggðarráðs frá 30. fundi veitunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá vatnsveitu frá og með 1. janúar 2017. Jafnframt leggur veitunefnd til að gjaldskrá hitaveitu hækki ekki og verði óbreytt frá árinu 2016.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 349. fundur - 14.12.2016
Vísað frá 30. fundi byggðarráðs 24. nóvember, tillögu um breytingu á gjaldskrá vatnsveitu frá og með 1. janúar 2017. Jafnframt leggur byggðarráð til að gjaldskrá hitaveitu hækki ekki og verði óbreytt frá árinu 2016.
Gjaldskrá vatns- og hitaveitu borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Gjaldskrá vatns- og hitaveitu borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Nefndin leggur til að lágmarks vatnsgjald vatnsveitu verði hækkað úr 40kr/m3 í 41,2kr/m3 og hámarks vatnsgjald úr 47,75kr/m3 í 49,20kr/m3. Einnig er lagt til að notkunargjald, mælaleiga og heimæðargjöld vatnsveitu hækki um 5%.
Nefndin leggur til að gjaldskrá hitaveitu verði ekki hækkuð.
Vísað til Byggðarráðs.