Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Árni Egilsson, starfsmaður Skagafjarðarveitna, sat fundinn.
1.Fjárhagsáætlun 2017 - Skagafjarðarveitur
Málsnúmer 1611147Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun fyrir Skagafjarðarveitur fyrir árið 2017 lögð fram.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
2.Skagafjarðarveitur - framkvæmdir 2017
Málsnúmer 1611148Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að nýframkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2017.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.
3.Gjaldskrá 2017 - Skagafjarðarveitur
Málsnúmer 1611149Vakta málsnúmer
Ræddar voru gjaldskrárbreytingar hitaveitu og vatnsveitu.
Nefndin leggur til að lágmarks vatnsgjald vatnsveitu verði hækkað úr 40kr/m3 í 41,2kr/m3 og hámarks vatnsgjald úr 47,75kr/m3 í 49,20kr/m3. Einnig er lagt til að notkunargjald, mælaleiga og heimæðargjöld vatnsveitu hækki um 5%.
Nefndin leggur til að gjaldskrá hitaveitu verði ekki hækkuð.
Vísað til Byggðarráðs.
Nefndin leggur til að lágmarks vatnsgjald vatnsveitu verði hækkað úr 40kr/m3 í 41,2kr/m3 og hámarks vatnsgjald úr 47,75kr/m3 í 49,20kr/m3. Einnig er lagt til að notkunargjald, mælaleiga og heimæðargjöld vatnsveitu hækki um 5%.
Nefndin leggur til að gjaldskrá hitaveitu verði ekki hækkuð.
Vísað til Byggðarráðs.
4.Ísland Ljóstengt - áframhaldandi uppbygging ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði.
Málsnúmer 1610292Vakta málsnúmer
Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Langholtinu eru hafnar og verið er að vinna í heildaráætlun á ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði í samvinnu við Mílu ehf.
5.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita
Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu mælavæðingar þéttbýlis og niðurstöður álestra af nýjum mælum.
6.Verið á Sauðárkróki - lok samningstíma vegna sjóveitu
Málsnúmer 1509046Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við Verið - Hólaskóla vegna sjóveitu.
Nefndin samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá samningi sem mun gilda frá og með 1. janúar 2017.
Nefndin samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá samningi sem mun gilda frá og með 1. janúar 2017.
7.Hitaveituhola HH-01 við Hverhóla.
Málsnúmer 1611150Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi vegna nýtingar á hitaveituholu við Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi.
Nefndin samþykkir drögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningi við landeiganda.
Nefndin samþykkir drögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningi við landeiganda.
Fundi slitið - kl. 14:35.