Fara í efni

Brunavarnir Skagafjarðar - Gjaldskrá 2017

Málsnúmer 1611197

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 123. fundur - 22.11.2016

Lögð var fyrir fundinn tillaga um gjaldskrárbreytingar Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2017. Tillagan gerir ráð fyrir 5,5% hækkun á útseldri vinnu og leigu tækja. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu önnur en þeir liðir sem innihalda vinnu munu ekki hækka.

Nefndin samþykkir tillöguna og vísar til Byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 765. fundur - 24.11.2016

Vísað til byggðarráðs frá 123. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2017.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 349. fundur - 14.12.2016

Lögð fram tillaga um gjaldskrárbreytingar Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2017. Tillagan gerir ráð fyrir 5,5% hækkun á útseldri vinnu og leigu tækja. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu önnur en þeir liðir sem innihalda vinnu munu ekki hækka.

Tillagan var samþykkt á fundi byggðarráðs þann 24. nóvember 2016 og vísað til sveitarstjórnar.



Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.