Fara í efni

Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2017

Málsnúmer 1611199

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 123. fundur - 22.11.2016

Lögð var fyrir fundinn tillaga um gjaldskrárbreytingar Skagafjarðarhafna fyrir árið 2017. Tillagan gerir ráð fyrir 10,1% hækkun á útseldri vinnu samkvæmt breytingu á launavísitölu sl. 12 mánuði.

Almennir liðir, utan útseldrar vinnu, hækka um 1,8% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.

Nefndin samþykkir tillöguna og vísar til Byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 765. fundur - 24.11.2016

Vísað til byggðarráðs frá 123. fundi umhverfis- og samgöngunefndar tillögu um breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna frá og með 1. janúar 2017.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 349. fundur - 14.12.2016

Lögð fram tillaga um gjaldskrárbreytingar Skagafjarðarhafna fyrir árið 2017. Tillagan gerir ráð fyrir 10,1% hækkun á útseldri vinnu samkvæmt breytingu á launavísitölu sl. 12 mánuði.

Almennir liðir, utan útseldrar vinnu, hækka um 1,8% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld. Tillagan var samþykkt á fundi byggðarráðs þann 24. nóvember 2016 og vísað til sveitarstjórnar.



Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.