Fara í efni

Hugmyndir um menningarhús á Sauðárkróki

Málsnúmer 1701022

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 772. fundur - 26.01.2017

Lagt fram bréf dagsett 27. desember 2016 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi menningarhús á Sauðárkróki. Ráðuneytið hefur tilnefnt Karitas H. Gunnarsdóttur og Þráinn Sigurðsson sem fulltrúa sína í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni einnig sína fulltrúa og tilkynni ráðuneytinu. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri.

Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sólborgu Unu Pálsdóttur, Sigríði Magnúsdóttur, Gunnstein Björnsson, Björgu Baldursdóttur og Hönnu Þrúði Þórðardóttur.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 40. fundur - 31.01.2017

Lögð fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 27. desember 2016, og bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 26. janúar 2017, þar sem tilnefndir eru fulltrúar beggja aðila í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar tilnefningunum og telur löngu tímabært að ljúka samningi um menningarhús í Skagafirði sem lutu annars vegar að uppbyggingu og endurbótum á Menningarhúsinu Miðgarði og hins vegar að viðbyggingu og endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 58. fundur - 02.07.2018

Rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 831. fundur - 05.07.2018

Á fundi atvinnu-menningar- og kynningarnefndar þann 2.júlí s.l. var rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 832. fundur - 12.07.2018

Á fundi atvinnu-menningar- og kynningarnefndar þann 2. júlí s.l. var rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
Málið áður á dagskrá byggðarráðs 5. júlí s.l.
Byggðarráð tilnefnir eftirtalda aðila í þarfagreiningarnefnd: Gunnstein Björnsson, Sigríði Magnúsdóttur, Björgu Baldursdóttur og Ragnheiði Halldórsdóttur. Auk þeirra tilnefnir byggðarráð Héraðsskjalavörð Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga í hópinn.