Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara - Atvinnu-menningar og kynningarnefnd
Málsnúmer 1806294Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um Gunnstein Björnsson sem formann, Sigríði Magnúsdóttur sem varaformann og Ragnheiði Halldórsdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn.
2.Ræsing Skagafjörður 2018
Málsnúmer 1805065Vakta málsnúmer
Rætt um samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Kaupfélags Skagfirðinga um nýsköpunarsamkeppnina Ræsing Skagafjörður.
Nefndin samþykkir að þróa verkefnið áfram í samvinnu við samstarfsaðila og stefna að auglýsingu um samkeppnina í haust.
Nefndin samþykkir að þróa verkefnið áfram í samvinnu við samstarfsaðila og stefna að auglýsingu um samkeppnina í haust.
3.Styrkbeiðni VSOT
Málsnúmer 1804205Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Þórólfi Stefánssyni vegna tónleikanna Villtir svanir og tófa 2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og þakkar þeim sem að tónleikunum standa. Jafnframt vekur nefndin athygli á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra sem veitir styrki til menningarviðburða í landshlutanum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Þórólf um kr. 50.000,- til hátíðarinnar sem tekinn verður af lið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Þórólf um kr. 50.000,- til hátíðarinnar sem tekinn verður af lið 05890.
4.Hugmyndir um menningarhús á Sauðárkróki
Málsnúmer 1701022Vakta málsnúmer
Rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
5.Menningarhús á Sauðárkróki - Viljayfirlýsing
Málsnúmer 1805045Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun, undirbúning og byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
6.Safnstjóri Byggðasafns
Málsnúmer 1806286Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning um ráðningu Berglindar Þorsteinsdóttur í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar Berglindi til hamingju með ráðninguna og hlakkar til samstarfsins við hana.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sigríði Sigurðardóttur fráfarandi safnstjóra fyrir vel unnin störf til áratuga í þágu Byggðasafnsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar Berglindi til hamingju með ráðninguna og hlakkar til samstarfsins við hana.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sigríði Sigurðardóttur fráfarandi safnstjóra fyrir vel unnin störf til áratuga í þágu Byggðasafnsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fundi slitið - kl. 15:50.