Stóra-Gröf ytri og Stóra-Gröf ytri land - Umsókn um breytingu á landamerkjum.
Málsnúmer 1701073
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 297. fundur - 16.01.2017
Með umsókn dagsettri 4. janúar 2017 sækja Jón Gunnlaugsson kt. 280954-4629 og Jónína Stefánsdóttir kt. 031253-5439 eigendur jarðarinnar Stóru-Grafar ytri (landnr. 146000) og lóðarinnar Stóru-Grafar ytri lands (landnr. 193955) um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að breyta landamerkjum lóðarinnar. Framlagðir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7232-01, dags. 4. janúar 2017. Skýringauppdrættir nr. S-102 og S-103 í verki 723201, dags. 4. janúar 2017. Einbýlishús með fastanúmer 214-0283, merking 01 0101, mun áfram tilheyra Stóru-Gröf ytri landi (landnr. 193955). Vélageymsla með fastanúmer 214-0279, matsnúmer 214-0285, merking 09 0101, sem nú tilheyrir Stóru-Gröf ytri (landnr. 146000) mun tilheyra Stóra-Gröf ytri landi (landnr. 193955) eftir breytinguna. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Stóru-Gröf ytri, landnr. 146000.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.